10.5.2013 | 09:38
Jamm hann er mættur föstudagur númer 19!
Við voffan búnar að viðra okkur, voffan mikið að spuglera í ferðavenjum annarra voffa en ég bara pínu súr....
Af hverju? nei það er ekki skritið að þið spyrjið, afhverju að vera fúl á þessum fína degi? Jú hú, ég hef alveg ástæðu til. Ég held að gæinn á efstu hæðinni sé ekki í liði með mér. Þið munið síðasta daginn í USAinu, þegar hann gekk í golfliðið með gamla? ha? hvað var það? Ég var næstum búin að gleyma því þangað til í morgun. Hann er amk ekki í mínu liði. Ég var nebbbbnilega búin að láta mig dreyma um að geta hengt rúmfötin mín út á snúru og notið svo útiþurrkaðs rúmfatnaðar..... Nei það er ekki að gerast. Gæinn á efstu hæðinni ákvað að það væri komið nóg af þessari blíðu. Jú jú það er svosem allt í keiinu veður en ekki til að hengja út þvott og mín dálítið súr. En læt þetta ekki á mig fá og læt ekki eftir honum á efstu hæðinni að vera súr.
Ok við gömlu sumsagt komin aftur heim. Alltaf ljúft að koma heim eftir gott frí. Eins og alltaf skil ég ekki baun í Icelandair að fljúga ekki oftar til Orlando, vélarnar alltaf smekkfullar, yrði sko ekki hissa þó einhver þyrfti að hanga í vængnum, svo fullar eru þær. Það er nú ekki svoleiðis að ég sé alltaf að ferðast á vinsælasta Florida tímanum, nei helst ekki, en samt eru vélarnar smekkfullar. Og svo hætta þeir að fljúga yfir hásumarið. Hvað er það eiginlega. Þá fyllist allt af fólki í Floridanu. Það er kannski kaupfélagshugsunin, þið munið, afhverju að panta gúmmístígvélin, þau seljast bara. Afhverju að fljúga oftar, vélarnar eru bara smekkfullar. Æi nú er ég að verða fúl.... en á leiðinni heim var svo frábær flugfreyja að ég ætla sko að senda þeim hjá Icelandair línu og hrósa henni maður gleymir því nefnilega allt of oft að láta vita af þegar manni líkar vel.
Dagskráin í dag: He he, hélduð þið virkilega að ég gæfi það upp. Neibb maður þarf nú að hafa einhverja misteríu í lífinu
Þvottavélin að klára
Óver and át.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.