7.6.2013 | 09:02
Sá tuttugasti og þriðji stimplaði sig inn í morgun.
Leit nú bara ágætlega út í morgun þegar við voffan skutluðum okkur út. Ég var að spuglera eins og oft áður, hvort ég gæti ekki bara hengt út..... voffan í fínum gír hélt sínum spuglurasjónum alveg út af fyrir sig.
Tókuð þið eftir að ég var að spá í hvort ég gæti hengt út? Er þessi kona, þ.e. ég alveg með þvott á heilanum? kannski, en ég vildi að ég gæti haft hann úti á snúrum núna. Mér varð ekki að ósk minni því það byrjaði að rigna í spássitúrnum. Vonandi bara skúr í þetta skiptið
Nú er átakinu "hjólað á ógnarhraða á göngustígnum" augnýsinlega lokið, það var bara einn, já aleinn hjólari á stígnum í morgun, allir þeir sem , voru svo góðglaðir og brunuðu í vinnuna á hjólunum sínum, alveg handvissir um að NÚNA væri þetta komið, héðan í frá hjóla ég ALLTAF í vinnuna. Well þeir eru farnir af stígnum, trúi ekki að þeir séu allir hættir að vinna eða komnir í sumarfrí, nei ég held að þeir séu búnir að parkera hjólunum sínum snyrtilega í geymsluna, skutla hjálminum aftast í skápinn og farnir að keyra aftur í vinnuna. En framtakið var gott, það voru þó þessir nokkru dagar sem hjólið var tekið fram og þótt ég og voffan höfum oft verið pínu pirraðar yfir öllu þessu hjólaliði, þá var þetta skemmtilegt. Ég hef oft látið mér detta í hug að við voffan færum í hjólatúr, en hún er svo obboð vitlaus í samskiptum sínum við reiðhjól, sælla minninga, þegar gamli fór með hana í túr á hjólinu sínu. Þið munið, hún á stíginn og ekki bara okkar stíg, heldur alla stíga sem hún stígur sínum virðulegu þófum á. Jæja, hann á hjólinu og hún á þófunum. Kemur ekki einhver hundur, sem augsýnilega hafði ekki hugmynd um eignarhald stígsins. Mín þurfti auðvitað að athuga málið og skýra út fyrir þessum heimska hundi hver ætti stíginn. Það var bara eitt smáatriði sem hún klikkaði á, hjólið, þið munið gamli var á hjóli. Obbosí og hann hjólaði á hana!!!!! Hún slasaðist ekki mikið, var pínu aum í nokkra daga en svo var það búið. Þetta minnir mig á að ég reyndi svo að losna viið hana í vor... æi æi æi, hún átti að hoppa uppí bílinn, afturí þið vitið en ég var akkurat í sömu mund að loka framhurðinni, einhver misskilningur á ferðinni því þegar ég skellti hurðinni var lítil hundstík á milli. Og núna meiddi frúin sig. Mikið mar, svo svöðusár á síðu og brotið hjarta hurðarskellarans. Oj Oj OJ fæ hroll við tilhugsunina.
En krakkar er ekki sumarið komið núna ? Ég held það
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.