Númer 24 er hann þessi föstudagur

Og auðvitað erum ég og voffan búnar að skondrast út í morgun.  Veðrið, tja, veit ekki hvað skal segja, þungbúið, hvorki heitt eða kalt, dálítið afskiptalaust.  Voffan í miklum ham og ég takk fyrir bara góð og spugleraði ýmislegt.

Varð dálítið hugsi þegar ég las fyrirsögn áðan á DV.is, þar sem sagt er frá miðli í USAinu sem sagði til um fjöldagröf á landareign pars eins og þar lægu 25 til 30 sálir helst til börn.  Auðvitað komst þetta í fréttirnar og á netið og allt logaði, aumingjans fólkið, sem annars var bara sekt um að borða kannski óhollt á föstudögum, var útskúfað úr samfélaginu, hótað öllu illu og hvaðeina.  Þið fattið hvert ég er að fara?  Athugasemdakerfi netsins er alveg svakalegt.  Ég held svei mér þá að þar safnist saman allir þeir sem alla jafna ættu að hugsa 75 sinnum ráð sitt áður en þeir slá staf á lyklaborðið.  Þið munið nú líka eftir hundinum Lúkas, sem átti að hafa mætt skapara sínum eftir hræðilegar pyntingar.  Þar var nú aldeilis einn náungi nánast tekinn af lífi fyrir glæpinn, engu máli skipti þótt engar sakir finndust, jú hann drap Lúkas.  Kertafleyting á tjörninni og alles, allt til að minnast Lúkasar og hans hræðilegu píslargöngu.  En hvar var Lúkas á meðan?  jú hann var uppi í fjalli einhversstaðar.  Og fólki þótti bara ekkert svo skrítið að saka piltinn um gjörninginn.  Er ekki eitthvað verulega að?  Kommenta svo plís.....  er ég orðin kolkreisí.  Nú á ég á hættu að allir 13 lesendurnir mínir, já þið eruð orðnir 13, froðufelli, sendi haturs ahtugasemdir, ekki segja kommenta, yfir hvað ég ætti nú að halda kjafti og hætta þessu bulli og kannski lesa mér til í íslensku.  Woundering

Fyrsta golfmót sumarsins er í kvöld.  Af því tækifæri settist ég niður í gærkvöldi og horfði á US Open, gæti kannski pikkað upp eitt eða tvö trix.  Ég hafði ekki gert mér grein fyrir hvað margir koma að horfa á golfmót.  Ég hef nú farið á 2 stykki á PGA túrnum og veit að það er gomma af liði, en núna er US Open haldið á "litlum" velli þannig að það koma ekki nema kannski 30-40 þús manns á dag, já góðir hálsar á dag.  Þetta er fjögurra daga mót þannig að það er einhvers staðar á milli 120 og 160 þúsund manns sem leggja leið sína að líta kappana augum.   Ég á nú ekki von á svo mörgum áhorfendum á leik minn í kvöld, en svona til vonar og vara ætla ég að vera hugguleg til fara, pússa kylfurnar mínar, setja upp nýjan hanska og spila með nýrri kúlu.  Þið takið eftir að ég segi "nýrri kúlu"  ég ætla nefnilega að spila allan hringinn með sömu kúlunni, ætla ekki að vera eins og flón út um allar koppagrundir og týna kúlum hægri vinstri.  Ekki í kvöld.  En aftur að þeim köppum, sem ég ætla að reyna að herma eftir.  Þeir eru svo flinkir að hið hálfa væri svoleiðis miklu meira en nóg.  Það hefði nú verið enn meira gaman að horfa á ef hann Sam okkar í Highlands Reserve hefði náð í gegn.  Hann er bara 16 ára og var sorglega nálægt því að ná í gegn.  Hann Sam er bara nágranni okkar, systir hans, mamma, pabbi og hundspott eiga bara heima nánast í næsta húsi við okkur.  Hann er breti og Ian Poulter segir að hann sé sá allra besti sem hefur komið fram og ætti að vera helsta vonarstjarna þeirra Tjallana.  Hann spilar alltaf völlinn okkar í eftirmiðdaginn og ég var að lesa í gærkvöldi að völlurinn okkar var lengdur, bara fyrir hann, því hann er orðinn eiginlega of högglangur fyrir völlinn.  Það voru pabbi hans og tveir vinir pabbans, sem gerðu nýja teiga.  Æi mér finnst það svo krúttlegt, pínu eins og bara hérna á klakanum.  Pabbinn vill að stráksi spili heima og þá skokkar hann bara og spjallar við hann Matt og hviss bang, þeir sjóða saman hvernig á að gera og græja og pabbinn og vinirnir ganga í málið.  Frábært.

En ég þarf ekki svona langa teiga.  Mér duga bara þessir allra fremstu.  Flott í tauinu með nýja kúlu og nýjan hanska skunda ég út á völl og skal standa mig vel.

Þori varla að biðja um komment, en læt vaða.....   og kommenta svo

Óver and át 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband