Sólríkur er hann sá tuttugasti og fimmti í röðinni

Ekkert annað að gera en að skottast út í langan túr.  Við voffan alveg himinlifandi yfir blíðunni og nú getur konan hengt út, svei mér þá.

Þegar við trítluðum meðfram Arnarnesvoginum, kom upp í hugann, hvað var skemmtilegt á góðu sumarkvöldi í fyrra að fá sér góðan göngutúr í litla kaffihúsið sem var við voginn.  Bara í litlum skúr og bara opið fimmtudags til laugardagskvöld.  Þetta gerðum við oft, við gömlu, föttuðum reyndar ekki að voffan hefði meira að segja verið velkomin, en okkur þótti þetta skemmtilegt.  En kaffihúsakonan fékk ekki að byggja,  "sumarhús" á lóðinni.  Þið vitið svona tilbúið hús, sem eru út um allar trissur.  Nei það passaði ekki inn í hugmyndir um svæðið.  Og þess vegna er ekkert kaffihús í bænum núna, við trítlum aldrei  á sumarkvöldi til að hlusta á tónlist, já hún var oft með tónlistarmenn að troða upp, fá okkur rauðvínstár eða kaffibolla.  Ég sakna þess.

En ég fór á annað kaffihús um daginn, bara rétt um hádegi að hitta frænku mína.  Gvöð hvað við vorum púkó.  Þarna sátum við eins og einhverjar hallærishænur og spjölluðum.  Við vorum algjörlega púkalegastar á svæðinu, þarna sat fólk í bunkum, annaðhvort önnum kafið við mikilvæg störf í tölvunni eða í símanum.  Og við sátum þarna eins og sauðir og spjölluðum.  Ég bara get ekki á mér heilli tekið hvað þetta var neyðarlegt og er satt best að segja pínu hissa að við skyldum ekki vera beðnar að yfirgefa staðinn svo stungum við í stúf.  Ég held að við verðum að endurskoða kaffihúsahefðir okkar og næst vera ekki svona sauðslegar og hafa með okkur tölvu og vera bara á tjattinu á feisbúkk.  Þá lúkkum við svo miklu betur.  Nei svona í alvöru, hvað er eiginlega í gangi?  Eru allir svona obboð önnum kafnir og mikilvægir að þeir hafi ekki stund til að fá sér hádegismat?  Mér finnst ég stundum eins og risaeðla að vera svona forn í hugsun, en mér finnst þetta bara svaka asnalegt.  Og hana nú.

Í blíðunni í morgun mættum við voffan alveg milljón kellingum á labbi,  við höfum sannast aldrei mætt eins mörgum kellingum á túrum okkar.  Hvaðan komu allar þessar kellingar?  spruttu þær uppúr öllum holum og skurðum?  tja er von að maður spyrji,  held að það sé sólinni að kenna.  

En svona í lokin.  Ég hef kenningu.....  ég hef þá kenningu að núna sé sumarið komið og það verði bongoblíða fram á haust og ekkert minna.

Farin að huga að þvottinum á snúrunni úti.

Tjá 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei má ekki neitt, ekki einu sinni lítið sætt kaffihús án þess að það fari í langt ferli, fyrir margar nefndir og ráð.  Skil vel að þú saknir kaffihússins.
Ég vona svo sannarlega að þið frænkur hafið með ykkur tölvur og síma og sitjið ekki eins og aular og spjallið.  Þvílíkar risaeðlur.

 Sumarið er komið!!!!!!!!

Kveðja Milla

Milla Bravo (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband