24.10.2013 | 22:27
Komin "heim"
Hélt í alvörunni að flugferðin tæki engan enda. Held að þetta hafi verið sú lengsta í mínu minni. En hingað erum við komin og byrjuð að njóta. Fyrsta ferðin í WalMart í gær, eftir mjög eftirminnilegan golfhring. Ekki var glæsileikanum fyrir að fara ekki aldeilis, ég ætla ekki að tala fyrir gamla hann má tjá sig sjalfur ef hann sér sig knúinn til. En ég var eins og flón svo ekki sé meira sagt og tapaði bigtæm í keppninni miklu. En í morgun var annar stíll á frúnni og tókst mér með miklu harðfylgi að vinna gamla
Matar séð er ég ákaflega vel haldin svona bara eins og venjulega. Í gærkvöldi var það steik, frekar frábær. Í kvöld verða það svo sjávarréttir og ekki er það ég sem elda, ég legg á borð og kveiki á kertinu. Ekki gleyma að ég sé um dinner tónlistina. Ég sé á öllu þessu að ég verð algjörlega uppgefin eftir allan þennan þrældóm.
Eigið yndislegt kvöld:)
þangað til á morgun TJÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.