Ljúft í sveitinni.

það er svo ljúft og afslappað lífið hjá okkur í Floridasveitinni að ég nenni engu , hef ekkert nennt að blogga hvað þá meira.  Ætla að bæta úr þessari bloggleti snarlega.

Oft hefur verið ljúft hjá okkur en ég held svei mér þá aldrei eins og núna. Veit ekki hvað það er en við bara rétt nennum að draga andann. Hvernig ætti líka annað að vera. Úti er 30 stiga hiti sól og blíða. Reyndar var hávaða rok í golfinu. það háði Okkur þó ekki baun við spiluðum bæði fineríis golf. Keppnin mikla er æsispennandi og getur farið í báðar áttir... ennþá. Ég er skíthrædd um að gamli finni enn betur sveifluna sína og þá ég ekki í góðum málum. Nei O nei.

Annars gengur lífið hér í Bonville svona eins og venjulega. Við gerum okkar besta að fylgjast með hvað stjörnurnar eru að bralla. Núna á eftir er ég akkurat að fara lesa um tvo æsispennandi skilnaði. Jamm Barbara gamla Streisant ku vera að skilja við sinn ektamann og auðvitað er fín forsíðugrein um það. Svo það mest spennandi John Travolta og Kelly. Allt í háalofti þar. Get varla beðið eftir að komast í slúðrið.

Svona rétt til að leyfa ykkur að fylgjast með, þá fékk ég túnfisk og rækjur í gærkvöldi og fæ lax í kvöld. Skolað niður með yndislegu hvítvíni. Nei nei Andrés það er ekki kaupfélags beljan með matnum en kannski pínu á eftir Hvur veit.

Þarf að snúa mér við á bekknum. Ekki vill frúin brenna.

Tjá 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bíð spennt eftir að vita hvernig þetta fer hjá Barböru gömlu og John líka. Ég get varla beðið.

Hvað er annars að frétta að Kelly?

Þórdís Richter (IP-tala skráð) 1.11.2013 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband