3.11.2013 | 18:45
Mundum eftir klukkunum.
Mér þykir þetta dálitið skrítið að þurfa að stilla klukkur uppá nýtt tvisvar á ári. Enda er ég ekki vön þessum æfingum. Ég er ekki viss um að við nennum að stilla allar klukkurnar í húsinu. Þær eru fjöl margar. Í fljótu bragði man ég eftir 6 stykkjum á efri hæðinni. Svo eru öll tækin sem öll eru með klukku. Það tæki örugglega lungann úr deginum að fara yfir þær allar. Hraðinn á okkur er ekki til að hrópa húrra fyrir, svo þessi klukkustilling gæti tekið lungann úr heilum degi.
Í gær var rigning og ekkert skemmtilegt veður hérna í sveitinni. Ekki skrýtið að við gömlu vöknuðum í morgun með hor í nös og hraglanda í hálsi. Í dag er sólin aftur farin að skína eins og vera ber. En við notuðum daginn vel og sóttum nýju sessurnar í úti húsgögnin. Í morgun bættum við aðeins við og keyptum ýmislegt til heimilisins hérna megin hafsins.
Svo fer nú að styttast í að fjölgi í kotinu. Háhæðarhjónin ætla að heiðra okkur með nærveru sinni svona síðustu dagana okkar.
Restin af deginum verður auðveld. Það er smá göngutúr og svo er það slúðurvinnan. Get varla beðið eftir að lesa um hvað hexið hún Camilla er að spæla aumingja Betu. Og sagan segir að hún hafi eyðilagt skírnardaginn hans Georgs. Hún er nú meira hrossið. Mér þykir eiginlega alveg nóg um að hún líti út eins og hestur. Hún þarf ekki að haga sér eins og hross.
Óver and át frá landinu mikla í Westri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.