4.11.2013 | 19:16
Sólarlaus dagur.
Jú það gerist líka hérna i Floridanu. það væri samt frekja að kvarta þvi úti eru 25 gráður. Ekkert til að væla yfir en sólin er bak við ský og við gömlu innandyra.
Í gær var aðeins kíkt í búð, það er nú ekkert sérstaklega leiðinlegt. Frúin kom heim með nokkra bráðnauðsynlega kjóla. Ekki vanþörf á þar sem þeir í skápnum eru næstum komnir á eftirlaunaaldur . Gott retail therapy er engu líkt. Og svo þegar allt stöffið smellpassar þá er frúin kát.
Gamli vann mig í golfinu í morgun. Hann samt bara rétt marði sigurinn. Það voru púttin á 18 sem mér tókst að klúðra. En það verður nýr hringur á morgun. Og þá má gamli aldeilis vara sig.
En þar sem sólin er í fríi þá ætla eg að fá mér smá lúr.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.