3.4.2014 | 22:27
Haleluja
Og við komin heim enn og aftur. Ferðin var svo svakalega fín að við vorum eiginlega uthvíld þegar lentum. Auðvitað komum við við ( en bjánalegt) í Pix. Keyptum hvítvín Og Cheetos alla malla hvað var æðislegt að setjast út við laug og fá sér smá hvítt og með því.
Það væri nú skrök að segja að ég hafi verið mjög upptekin í eldhúsinu. Neibb gamli er búin að slá í gegn í þeirri deildinni . skelfiskur og hvítt og svo steik og rautt. Í kvöld ætlum við i sushi og ætli við slubbum ekki í okkur hvítu með.
svo er það golfið. Eftir 3 hringi er staðan jöfn. Gæti ekki verið meira spennandi.
Fórum í gær og keyptum rúm handa Benjamin Bjarti gvöð hvað við hlökkum til að fá hann hingað og auðvitað foreldra hans með.
Obbosí gamli búinn í sturtu, ég þarfað finna blásarann mlnn svo eg verði ekki eins og flón um höfuðið.
Óver and át frá Paradis
Athugasemdir
Mér heyrist á þér að það sé rosalega mikið að gera hjá þér, þurrka hárið og allt. Vona að þú getur aðeins slappað af.
kv. Dísa
Þórdís Richter (IP-tala skráð) 6.4.2014 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.