24.10.2014 | 22:28
Flugvélablogg
Það er flugvélin með eldstöðvarheitið Eyjafjallajökull sem ber okkur vestur um haf i dag. Flugtiminn ágætur 7 klst og 10 mín og flughæðin er 33.000 fet . Og við á leiðinni í langþráða frídaga. Og eins og venjulega ætlum við að hafa það obboð notalegt. Stórframkvæmdir í Bonville en við erum búin að ráða raskann flokk til þeirra verka við þurfum þó að fara í búð og velja ný húsgögn svefnherbergið okkar . Held að við ættum rétt svo að ráða við það en það er ekki mikið meira sem við ætlum að þræla. Svo er ég auðvitað búin að lofa að fylgjast vel með stjörnunum get varla beðið eftir að frétta af Travolta hjónunum svo ekki sé minnst á hrossið hana Camillu í höllinni. Svo sá ég bara um daginn í virðulegu tímariti að vinur okkar allra Justin sjálfur Timberlake hafi verið að dígga við dansara og Jessica já aumingja Jessica er alveg í öngum sínum. Leyfi ykkur að fylgjast með ég lofa. Ennþá er ég í 33.000 fetum og það eru ennþá rúmir 4 tímar á leiðarenda. Ætti maður ekki bara að dunda sér við að horfa á mynd?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.