Hundasaga

Það var obboðo venjulegur miðvikudagsmorgun, nánar tiltekið 7. janúar 2015.  Ég og voffan fórum í reglubundinn túr eins og venjulega og áttum von á ljúfum túr í góðum félgasskap.

Ég var örugglega að hugsa um hvað ég væri nú eiginlega búin að fá nóg af vetrinum og hvað voffan var að spuglera er mér algjörlega hulin ráðgáta.

Þar sem við trítlum í mesu makindum, samanfastar með bandi, þá verð ég var við mann að fara út með ruslið.  Ekkert merkilegt við það, ég hef ekki neina ástæðu til að agnúast út í mann farandi út með ruslið.  En það sem kom á eftir átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér.

Hundur mannsins, stór og sterk hundastelpa af ónefndu kyni kemur askvaðandi.  Við voffan vorum ekkert að kippa okkur upp við það, enda höfðum við oft hitt þessa hundastelpu og hún bara hin prúðasta.  En í þetta skipti var hún ekki aldeilis prúð.  Það skipti engum togum að hún réðst á angans litlu voffuna mína.  Og á engri stundu, það tók styttri tíma en fyrir mig að komast 3 metra, sem er lengdin í bandinu sem við erum tengdar saman með, þá náði hún að stórslasa voffuna mína svoleiðis að ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvílíkt.

Voffan var mjög hraust, en mér þótti nú betra að kíkja á bakið á henni.  Þar sá ég eitt sár, svo ég ákvað að skutlast á dýraspítalann hérna í Garðabænum.  Þar fengum við þjónustu eins og skot.  Dýralæknirinn sá strax að það var meira að voffunni heldur en þetta eina sár.  Voffan var lögð inn og þá komu í ljós mjög stórvægilegir áverkar.  Hundinum hafði tekist að rífa húðina frá fitulagi eiginlega fláði hún hana á stórum kafla á bakinu á henni.  Það voru 2 mjög djúp og stór bitsár. 

Allt þetta hefði verið hægt að forðast, ef bara eignadi hundsins hefði athugað að loka útidyrahurðinni á meðan hann fór út með ruslið.

Núna hálfum mánuði seinna er voffan langt því frá að vera orðin hraust, þess vegna ákvað ég að blogga um framvinduna.  Það hefur svo margt gerst að ég ætla að dreifa því í nokkur blogg.

Síðan þetta gerðist fyllist ég skelfingu þegar ég sé lausan hund.  Þessi hundur sem réðst á voffuna mína, er ákaflega dagfarsprúður hundur og áttu eigendurnir alls ekki von á neinni svona hegðun.  Það er aldrei of varlega farið.  Alltaf vera með hunda í bandi, bæði stóra og smáa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband