Voffaraunir.

Það hefur ýmislegt dunið á litlu voffunni minni síðustu vikurnar eftir hundastelpan réðst á hana.  Hún fór í fyrstu aðgerðina eins og skot, þá var reynt að sauma skinnið á bakinu á henni við neðri lög húðarinnar og bitsárin voru saumuð saman.  Þá var hún með morfínplástur í heila viku, til að reyna að verkjastilla hana.  Hún var frekar slompuð með morfíninu en betra að vera svoleiðis en kvalin, ekki satt?  Við héldum að allt gengi vel, við búnar að vera á Dýraspítalanum nánast á hverjum degi í laser, til að fá betra blóðflæði í særða bakið hennar og hún búin að vera eins og hetja.

Svo voru saumarnir teknir af bitsárunum.  Þá kom í ljós að stærra sárið hafði bara alls ekki gróið saman og það var stór blettur á síðurnni á henni sem var alveg dauður.  Í næstu aðgerð var þessi dauði blettur fjarlægður og saumað saman.  Þá kom eiginlega í ljós að mikið af húðinni á bakinu á henni var dauður.  Ekki þótti ráðlegt að fjarlægja stykki og stykki, því húðin var svo viðkvæm, svo reynt var að láta húðina virka eins og hlíf yfir nýrri húð sem væri að myndast undir dauðu húðinni.  Allt gekk vel í nokkra daga.  Þá síðasta fimmtudag kom næsta áfall.  Það var komin ígerð í fituvef undir dauða skinninu.  Það var hreinsað og vonast til að þetta væri bara tilfallandi.  En á laugardaginn var útséð með að þetta væri ekkert að lagast.  

Þá var tekin ákvörðun um næstu aðgerð sem verður á morgun.  Hún er sko ekki lítil.  Þá verður öll já öll skemmda húðin á bakinu á anganum litla fjarlægð og settar einhverjar umbúðir á, sem ég kann ekki skil á, til að hlífa því að nú er engin húð.  Næsta mánuð eða tvo verð ég svo að fara með hana á hverjum degi á spítalann til að skipta um umbúðir.  Anginn litli.

Hugsið ykkur.  Allt þetta hefði ekki þurft að gerast.  Ég fæ hroll núna í hvert skipti sem ég sé hérna út um gluggann, hundaeigendur spranga hér niður stíginn fyrir utan með lausa hunda.  Mig langar helst að kalla á þá og sýna þeim hvað eitt augnablik getur gert.  Enginn átti von á að hundastelpan myndi nokkurn tíma gera eins og hún gerði við voffuna mína.  En þetta kenndi mér, að aldrei já aldrei verður voffan mín aftur bandaus úti.  Það á auðvitað enginn hundur að vera laus aldrei.

Leyfi ykkur að fylgjast með voffunni á morgun eftir aðgerðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband