Fyrsta Floridablogg.

Eins og vanalega þá ætlaði ég að skrifa ljómandi fínt flugvelablogg,  en það átti sko ekki að gerast.  Ég alveg uppveðruð sitjandi á fínum stað í flugvélinni sem ber eldstöðvarheitið Skjaldbreiður og pikkaði og pikkaði. Í þrígang byrjaði ég en þrisvar hvarf bloggið mitt út í óravíddir alnetsins.  Í staðinn fyrir að verða bálill,  pakkaði ég spjaldtölvunni saman og fékk mér hvítvínstár. 

Og hingað erum við komin.  Við vorum fyrst í gengum passadótið og langfyrst á bílaleiguna. Þar völdum við okkur engan smá dreka,obboð flottur og ljúfur,  en ekki vildi ég vilja troða honum í stæði á Íslandi.

Svo er það golfið ........ 3 hringir búnir og staðan er 2 - 1 fyrir gamla, en ferðin er sko ekki búin, mig þyrstir í sigur svo það verður barist til síðasta pútts. Þurftum að taka okkur frí í morgun því það rigndi það eiginlega hellirigndi og ég er pínu hissa að það hafi ekki bara rignt fiskum. Og við fórum bara í búð. Frúin fékk sér nokkra kjóla og ýmislegt smálegt var sótt.  Núna er bongoblíða og við úti við laug.

Það er svo brjálað að gera hjá stjörnunum að hið hálfa væri miklu meira en nóg,  bara smá smjörþefur..... hún Jennifer er búin að dömpa Justin og vitiði hvað, hún er ólétt,  reyndar í ca 70asta skiptið, en kannski í þetta skiptið. 

Það eru kræklingar ala gamli í kvöld og nett hvítvínstár með, hvur veit nema við náum að vaka til 10

Komment plís. 

Óver and át.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er heilmikið stúss á ykkur og brjálað að gera.  Reynið að hvíla ykkur obbulítið.  Áfram með golfið og (áfram Afturelding, búin að öskra mig hása í kvöld, þær fengu því miður ekki gullið, mikil sorg í hópi Aftureldingar, en þær fengu silfrið, ekkert varið í það)  Eru þetta vinnukjólar, þarf ég að skreppa til Florida og fá mér dress, ég bara spyr?

Hafið það gott og njótið sólarinnar, reyndar er búin að vera sól og hiti hér í dag fór alveg upp í 9 gráður á Celciusmæli.

Þórdís Richter (IP-tala skráð) 28.4.2015 kl. 22:11

2 identicon

Heppin var hún frúin að ná í nokkrar kjólaskufsur og svo hvítvín og kræklingur.  Þetta er lífið eins og það á að vera.  Kærar kveðjur 

Milla

Milla (IP-tala skráð) 28.4.2015 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband