3.5.2015 | 23:38
Dekurferð frúar
Mitt hlutskipti er frekar ljúft þessa dagana. Núna akkúrat sit ég úti við laug og blogga á meðan gamli svitnar í eldhúsinu. Mér er eiginlega alveg sama þótt maturinn komi ekki strax, þetta er svo ljúft. Við hliðina á mér er glas með nýja uppáhalds drykknum mínum, plonk hvítvín með klaka og 7Up. Ákaflega ljúfur drykkur.
Erum búin að vera svo bissí eins og vanalega, keyptum nýtt sjónvarp og forláta hillu fyrir það. Það er til marks hvað gamla dótið var orðið gamalt að það lá við að við gætum rukkað hærri leigu fyrir útleigu á antik. Ég verð að viðurkenna að mér fannst skrítið að hjálpræðisherinn vildi ekki sjá sjónvarpsskápinn, sem er búinn að prýða stofuna okkar í öll árin. Þá hlýtur hann að vera arfa púkó.
Uppþvottavélin varð bráðkvödd svo hann Carlos kom með nýja voða fína og góða. Og svona í restina þá fjárfestum við í nýju grilli. Það gamla var alveg að niðurlotum komið. Og yndið hann Carlos kom og sótti bæði grill og gamalt sjónvarp. Hann hafði ekki mikla trú á að ég gæti ruslað grillinu með honum upp í bílinn, pís of keik, en gamli fékk að brölta með gamla imbann.
Af andsk,,,,,,,, helv...... golfinu er ekki mikið að frétta, mér til lukku er gamli jafn lélegur svo ég er búin að vinna tvo daga í röð.
Það er kjúlli í matinn og ætli maður splæsi ekki í alvöru hvítt með.
Sajonara
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.