26.10.2015 | 11:44
Fyrsta haustbloggið.
Það var flugvélin sem ber eldstöðvarheitið Eyjafjallajökull sem skutlaði okkur yfir hafið. Þetta var algjört skutl því við vorum aðeins 7 tíma að skottast þetta. Vorum komin heim í húsá mettíma. Þar biðu Háhæðarhjónin eftir okkur með veitingar sem hefðu dugað heilli hersveit.
Búin að fara í golf. Langar varla að minnast á þau ósköp. Er sumsagt búin að tapa báðum hringjunum, gamli alveg að fara á kostum en anginn ég í tómu tjóni. En þetta verður betra í dag.
Eins og áður ætlar þetta ekki að verða neitt letifrí. Nú skal tekið á því. Við skottuðumst út í búð og keyptum okkur hjól og nú skal hjólað og hjólað og hjólað.........
Frúin nýbúin að kaupa hjól á landinu bláa, þar sem ég reiddi fram 89 þúsund íslenskar krónur á útsölu. Hér reiddi ég fram ca 12 þúsund íslenskar krónur. Finnst þetta dálítið mikill munur.
Á alveg eftir að öpdeita stjörnulífið, en sýnist við fyrstu sýn, vera nóg af fréttum.
Ætla að skutlast í kaffisopa því termítagæinn er að koma á eftir.
Athugasemdir
Ég er bara að spá, þetta hljóta að vera algjörar druslur hjólin sem þið keyptuð. Ég hefði getað selt þér eitt á 12 þús, lítið sem ekkert notað, búið að bíða eftir hjólreiðamanningum í ca 12 ár.
Hafið það gott og njótið þess að vera í fríi, ekki fara alveg með ykkur á puði, hver segir að það sé eitthvað heppilegt að fara með sig á æfingum. Fáið ykkur bleikt og njótið.
Kveðja úr sól og örlitlu frosti hér heima.
Þórdís RIchter (IP-tala skráð) 26.10.2015 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.