6.11.2015 | 21:09
Florida hér
Það er bara hvursdagslegt að við höfum það eins og svín í sagi. Hér flatmagar frúin eins og enginn sé morgundagurinn, hálfútafliggjandi í yndis veðri glampandi sól og pínu golu svo maður soðni ekki alveg. Purrrrrfekkt algjörlega, gamli á kantinum ásamt slettu af hvítu.
Það er svo mikið að gera í stjörnuheimum að ég næ næstum ekki að fylgjast með. En hér kemur brot af því besta og haldið ykkur nú.
Ben og Jennifer eru tekin saman aftur. Eftir að hafa verið að deita einhverja dela sá hún að hann Ben er sá besti og hann ætlar að hætta / minnka að gambla og auðvitað er hann hættur að lúlla hjá barnfóstrunni.
Hún Leah er búin að skrifa svo krassandi bók um vísindakirkjuna að þar er allt skjálfandi, hún er náttla búin að vera þar í innsta hring síðan fyrir milljón árum.
Eigum við að tala um angan hana Kim. Hana langar svo að Nori og Georg í höllinni verði bestu vinir, en Kata í höllinni er akkúrat ekki á því, neibb ekkert svoleiðis bull, Georg verður kóngur en angans Nori verður aldrei drottning.
Vá himnarnir opnuðust og við gömlu rétt gátum forðað hvítu slettunni frá drukknun ásamt handklæðum og þið sem hafið heimsótt Florida þá vitið þið að það rignir hressilega þegar rignir en við örugg í skjóli fáklædd i ca 30 gráðum og ekkert sérstaklega á leiðinni inn.
Kommennta svo .
Tjá
Athugasemdir
Hvað er hægt að segja úr blíðunni hér heima. Eitt af bestu haustum lífs míns og ekkert lát á blíðunni hér. Reyndar ekki setið úti með hvítt eða rautt, en.
Ég er samt voða fegin að þau Ben og Jennifer hafa náð sáttum, hafði satt að segja svolitlar áhyggjur af þeim. Nú get ég bara tekið gleði mína á ný úr því að þau hafa jafnað sinn ágreining og hver veit nema að hann hætti að sofa hjá barnfóstrunni.
Ég er aðeins að velta því fyrir mér hvort hún Leah sé farin úr vísindakirkjunni, getur það verið? Er hún eitthvað spæld út í kirkjuna eða hvað er að ske?
Þetta er náttla bara dásamlegt hjá ykkur og sem betur fer tókst ykkur að bjarga því hvíta í skjól undan rigningunni.
Bestu kveðjur og haldið áfram að njóta lífsins.
Þórdís Richter (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.