Það er heitt!!

Ég veit að það er næstum frekja að kvarta yfir hita á þessum árstíma,  en það er svo heitt í Floridanu núna að við drögnumst heim úr golfinu eins og sveitt svín. Reyndar drögnumst við fyrst á Applebee's til að seðja sárasta hungrið og þorstann.  Hitinn er mikill td 33 kall í dag og ekki gráðu minna.  En veðrið er eins og í gamla daga, grenjandi rigning annaðhvort seinni partinn eða á kvöldin með tilheyrandi eldinga fjöri.  Þær voru svo hressar í gærkvöldi mæ god. 

Við erum í góðum gír,  golfum og golfum, með töluvert misjöfnum árangri,  en við skemmtum okkur ennþá.  Í dag var dagurinn sem við bæði vorum hreint eins og flón á golfvellinum,  en við vorum amk hugguleg til fara svo við vorum ekki alveg til skammar. 

Við höldum uppteknum hætti,  borðum yndislega góðan mat og skolum honum niður með yndislegum vínum og svei mér ef við fáum okkur ekki kannski smá hvítt í eftirrétt. 

Var að kaupa mér nýtt upplýsingarit og á forsíðunni kemur fram að hún Halle Berry sé að skilja einu sinni enn, hún er víst eiginkona frá helvíti.  Sá líka að krúttið hann John Travolta reyndi víst að stúta sér.  Margar fleiri krassandi sögur bíða lesturs. 

Nú er komið svarta myrkur svo það er ekkert annað eftir en að hella sér í lestur.

Tjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband