13.11.2015 | 18:52
Dóninn ég.
Jú ef þið vissuð ekki þá er ég svo mikill dóni að feisbúkk sá sig knúið til að loka á sorann sem frá mér kemur. Og ég missti af öllum dónaskapnum. En feisbúkk fyrirgaf mér subbuskapinn, þegar ég sór og sárt við lagði að ég væri ég en ekki einhver deli sem var að reyna að troðast inná feisbúkkið mitt staðsettur í Indónesíu. Ég er ekki þar, þótt það væri gaman að koma þangað, en ekki bara til að deila dónaskap. Ég þurfti að hafa dálítið fyrir því að sannfæra hr feisbúkk að ég væri bara pínu dóni og hleypa mér aftur inn.
Núna er síðasti heili dagurinn okkar hér í Floridanu í þetta skiptið. Eins og venjulega erum við búin að golfa frá okkur allt vit og næstum eins og venjulega vann ég ekki keppnina. Neibb gamli kláraði þann pakka í morgun. En minn tími MUN koma og þá skal hann vara sig.
Síðustu dagar hafa farið í að ditta að húsinu okkar yndislega. Gamli er meira í þeirri deildinni, ég er þó búin að taka til í skápunum okkar og vera andlegur stuðningur, ég færði honum að meira að segja bjór einu sinni.
Eins og venjulega sér gamli um eldamennskuna en mitt hlutskipti er líka töluvert. Ég þurrka af borðinu, legg á borðið, vel tónlistina og núna síðast hef ég tekið að mér innkaupin.
Er strax farin að hlakka til að koma aftur í vor.
P.s. sagan segir að hann Harry í höllinni sé búinn að gera einhverja bomm. Beta gamla alveg tjúll, enda pilturinn ólofaður og stelpan örugglega einhver druslan bara að reyna að komast í elítuna í höllinni.
Óver and át
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.