15.3.2017 | 15:03
Skítakuldi í hitabeltinu
Ég er nú frekar til í að þurfa að kæla mig hérna í Floridanu. En það er ekki þörf á kælingu núna því hitinn úti eru bara litlar 8 gráður, jamm ég er ekki að grínast og 8 gráður hér eru KALDAR. Við víkingarnir drifum okkur samt í golf eldsnemma. Dressuð í síðbuxur og síðerma börðumst við, við kuldann og golfvöllinn. Gamli spilaði flott golf og hafði lítið fyrir því að vinna mig.
Á morgun dregur svo til tíðinda, við erum að fara að horfa á golfmót, við erum að fara að horfa á Arnold Palmer invitational. Fyrsta mótið eftir að Arnold Palmer dó. Þarna verða allar skærustu Golf stjörnurnar. Við vorum svo ljónheppin að fá passa í klúbbhúsið.
Lífið í sveitinni er ljúft eins og vanalega. Við erum búin að kaupa ný húsgögn, búið að mála og ditta að ýmsu, svo núna getum við notið þess að vera hér, vona bara að fari að hlýna.
Aðeins farin að kíkja á stjörnulífið og það er eins og venjulega krassandi, bara ein frétt núna. Haldið ekki bara að John Travolta sé að verða kona, legg ekki meira á ykkur.
Er að skottast í löns.
Athugasemdir
Aumingja þið að vera þarna í þessum drepandi kulda. Það er eitthvað annað en hér heima í blíðunni.
Ég er ekki viss um að ég hafi náð þessu almennilega John Travolta að verða kona. Hann sem hefur verið svo extra karlmannlegur. Getur þetta bara verið? Viltu athuga þetta betur fyrir mig, ég bíð spennt.
Þórdís Richter (IP-tala skráð) 15.3.2017 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.