17.3.2017 | 12:58
Að loknu golfmóti
Það voru glaðir ferðalangar sem komu aftur heim eftir heilan dag með skærustu stjörnum golfsins í gær.
Bay Hill golfvöllurinn er einn af þeim bestu í heimi og eftir heimsóknina þangað í gær hefur löngunin í að spila þar golf ekki minnkað.
Við lögðum snemma af stað með fínu passana okkar sem leyfðu okkur að keyra alveg að klúbbhúsinu og leggja bílnum við 9 holuna. Við vorum líka með passa sem leyfðu okkur inn í klúbbhúsið. Við stöldruðum ekki lengi þar við heldur héldum út á golfvöll að skoða bestu golfara heimsins spila golf. Kannski þykir sumum það ekki merkileg tilhugsun en okkur gömlu þykir þetta æðisleg skemmtun. Við fylgdum tveim hollum og vá hvað það var gaman. Við gengum allan völlinn og þvílíkt hvað hann er flottur.
Komum heim lúin uppúr 8. Þá tók gamli öll völd í eldhúsinu og framreiddi yndislegan fisk. Skriðum í bólið því nýju húsgögnin komu eldsnemma í morgun.
Í dag er það golf og sólarlags. Legg ekki meira á ykkur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.