Ég er á leiðinni.....

Júbb það er búið fríið og við fljúgum heim með einhverri flugvél sem ber eitthvað eldstöðvarheiti.  Veit ekki en Eyjafjallajökull freistar mín ekki,  var svo fúl síðast, þegar skjárinn minn var bilaður og ég bara horfði á svartan skjáinn, ekki gaman í 7 tíma ekki mikil skemmtun. 

En fríið búið að vera frábært eins og alltaf,  gamli reyndar rúllaði mér upp í golfinu en hú kers? 

Við erum búin að slaka á,  hjálpa efnahag Bandaríkjanna dálítið,  samt bara pínulítið. Farangurinn tekur nánast ekkert pláss,  er pínu að spá hvort við ættum að skottast upp í Lowes og kippa með okkur þessu drellfína grilli sem við sáum um daginn á verði sem er svo gott að það er næstum dónalegt.  En ætli ég standist ekki freistinguna okkur vantar eiginlega ekki grill,  en fólk það kostaði nánast ekki baun! 

Það var reyndar skítakuldi í 2 daga,  mér finnst eiginlega að hafi verið freklega svindlað á mér. 

Bonville fékk ný húsgögn í sjónvarpsherbergið og fólk þau kostuðu ekki mikið ó nei.  Og þau komu í fylgd tveggja manna,  sem komu öllu fyrir og hurfu á braut með allar umbúðir kviss bang og búið. Þeir áttu að koma milli 7 og 11 um morgun en komu 6.40.  Dálítið snemmt hanarnir voru ekki farnir að opna einu sinni annað augað. 

Er að spuglera hvort við ættum ekki að fá okkur pínu í gogginn áður en við leggjum í hann.  

Frá sólinni í Flórída.  Óver and át. 

P.s.  Eva er víst fúl út í Ryan og sagan segir að það séu mikil vandræði á því heimilinu. Og haldið ykkur,  bæði Gwen og Jennifer eru óléttar af stelpum. Legg ekki meira á ykkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband