Áramótablogg

Er ekki tilvalið að líta um öxl svona um áramótin???

Kannski, en mig langar meira að segja frá rétt síðustu dögum.  Við erum sumsagt öll hér í Floridanu okkar, pabbi mamma, börn, barnabörn og María.  Eftir magakveisuna kröftugu eru flestir búnir að ná heilsu, gamli reyndar er að kafna úr hori og hósta en eftir góða ferð í Publix, stendur það allt til bóta.

Gormarnir Aríela og Benjamín eru búin að vera algjörlega frábær og mér sýnist Yrjan hlakka til að komast í hópinn og hamast með þeim.  Þau eru engu lík.  Eina stundina eru þau svoleiðis bestu vinir og þá næstu eru þau svo svarnir óvinir að þau ætla aldrei að tala við hvort annað aftur.  Við gömlu horfum á þetta á hliðarlínunni og þykir gaman að og orðin sem falla eru stórkostleg, það er ekki sparað við sig stóru orðin... " ég ætla aldrei að bjóða þér í afmælið mitt"  hefur heyrst, ásamt miklu fleiri gullkornum.  En þau eru svo skemmtileg að hið hálfa væri miklu meira en nóg.

Við gömlu erum auðvitað vön því að vera að dröslast hér bara sér og sjálf svo það er mikið fjör á heimilinu og auðvitað er svo ótalangt síðan kríli hafa verið á heimilinu.  Uppþvottavélin fer í gang að minnsta kosti tvisvar á dag, mikið keypt inn og allt á fullu.  En almáttugur hvað er gaman að fylgjast með þeim og vera með þeim.  

Við erum búin að golfa bara temmilega og fyrsti golfhringur ársins 2019 brestur á í fyrramálið.  Það hefur nú gengð dálítið brösuglega en ég hef fulla trú á að 2019 verði fullt af frábærum tilþrifum á golfvellinum. Ég er amk full tilhlökkunar.

2018 er búið að vera ljómandi ár og er engin ástæða til að ætla annað en að 2019 verði ennþá betra.  Ég stefni amk á það.

Já góðir hálsar ef það var ekki búið að koma fram þá er kalkúnn í matinn í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband