Morgunumferðin, oj barasta

Skólarnir eru byrjaðir og það má sjá á umferðarteppunni á morgnanna.  Ég legg leið mína úr Garðabænum í Skeifuna á hverjum morgni.  Á venjulegum sumardegi tekur þetta ferðalag svona um það bil 13 mínútur, fer eftir því hvort ég lendi á grænu ljósi við Hafnarfjarðarveginn.  Allt í lagi með það.

En núna..... skólarnir byrjaðir og þá tekur mig þann tíma að komast úr hverfinu mínu út á Hafnarfjarðarveginn.  En ég er svo glöð að það er verið að bora Héðinsfjarðargöng.  Höldum áfram ferðalaginu mínu og fjölmargra annarra.  Þegar á Hafnarfjarðarveginn er komið tekur ekki mikið betra við, umferðin silast áfram og algengur ferðatími í Skeifuna á góðum haust og vetrarmorgni er um það bil 35 til 40 mínútur.  Aftur er ég svo glöð að það er verið að bora Héðinsfjarðargöng.

Nei vitið þetta er bara ekki hægt, mér sýnist umferðarmannvirkin hérna á höfuðborgarsvæðinu vera sprungin og kannski fyrir löngu, mér heyrist á samverkafólki mínu, sem býr fyrir ofan Ártúnsbrekkuna, þar vera svipað ástand.  Ennþá ítreka ég gleði mína með borun Héðinsfjarðagangna.  Í alvöru talað, þá er þetta auðvitað algjörlega ómögulegt, hérna á þessum landshluta eru langflestir á ferðinni og að ferðatími milli staða séu eins og landshluta á milli er auðvitað algjörlega óásættanlegt.  Ferðalög mín á höfuðborgarsvæðinu eru ekki nein luxusferðalög, ég er bara að fara í vinnuna og finnst mér, ég alveg geta gert kröfu til að umferðarmannvirki anni að mestu leyti umferðinni sem er á svæðinu.  Gott mál að samgöngunefnd skyldi sjá sér fært að skoða samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, ég hefði viljað vita af þeim, hefði þá gjarnan boðið þeim í morgunkaffi og síðan leyft þeim að sitja í með mér í vinnuna. Á leiðinni hefði gefist nægur tími til að ræða umbætur og viðra hugmyndir....

 En ég er SVO glöð að það er verið að bora Héðinsfjarðargöng.

 Þetta finnst mér að minnsta kosti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Umferðin er hroðaleg á annatímum. Það er engin leið að skilja forgangsröðina á verkefnum sem eiga að bæta umferð.... Ég bjó í Húsahverfi í nokkur ár, þegar dimmt var á morgnana voru bílljósin eins og óslitin perlufesti sem hreyfðist hægt ofan af Kjalarnesi og lengst niður í miðbæ. Svo fresta þeir Sundabraut ár eftir ár.

Ég flutti og er núna 7 mínútur að ganga í vinnuna og jafnlengi að keyra þangað.

Marta Gunnarsdóttir, 10.9.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband