Nú er það í næstu viku....

og ekkert minna.  Við gömlu erum að fljúga í frí í næstu viku.  Nú má fara að hlakka til LoL.  Hvað ætlum við að gera í fríinu?  Hugs hugs hugs....  jú við ætlum að golfa, golfa og golfa.  Ætli við slökum ekki líka á við sundlaugina, röðum í okkur góðum mat, sem við skolum niður með ágætis rauðvínum.  Mmmmmm hvað er hægt að hugsa sér það huggulegra.  Og kannski bregður frúin sér jafnvel í eina eða tvær búðir.  Það er nefnilega svoleiðis að þótt dollarinn sé í hæstu hæðum, þá er verðmunurinn alveg jafn mikill.  Vinkona mín var að koma frá USA með samanburðinn á hreinu.  Hún keypti sér maskara á $12, sami maskari kostar á Íslandinu í dag andvirði $25.  Segið svo að ekki borgi sig að skreppa westur að sjoppa. Wink  Og svo fær maður sólina og hlýjuna í bónus.

Má eiginlega ekki vera að þessu, þarf að fara að pakka, ég er að fara í NÆSTU VIKU 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko Margrét Richter mun vera gift Sigurði H Richter, sem er frændi minn langt aftur í ættir.  Hann á heiður skilið fyrir að senda okkur Richterunum "sögu Richtersættarinnar" sem þau hjónin unnu hörðum höndum að þegar þau voru í námsleyfi, að mig minnir, í Danmörku.  Hef líka verið svo heppin að spila skemmtilegan golfhring með þeim.  Hvað er langt síðan þú hallgerður bjóst í Garðabæ?  Ég er búin að vera hérna síðan 1987.

María richter (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:56

2 identicon

Ekki gleyma því að gamli átti að grilla ofan í námsmanninn og hans fólk.

Litil frændinn (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 13:48

3 Smámynd: María Richter

Ó nei námsfrændi góði.  Er sko ekki búin að gleyma grillinu og ekki gleyma skítbillega rauðvíninu sem við hugsanlega bjóðum þér uppá 

María Richter, 22.9.2008 kl. 17:54

4 identicon

Gott gott, maður var farinn að örvænta, er kominn með uppí kok af skítbillegum námsmanna kjúkling og núðlusúpu:)

 Hlökkum til að hitta ykkur

Litli frændinn (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 16:55

5 Smámynd: María Richter

Nei drengurinn minn, er að leggja af stað á morgun, verðum í sambandi strax eftir helgi???

Vona að frú og barnunginn hafi haft huggulega ferð til þín.

María Richter, 25.9.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband