17.9.2008 | 14:28
Lenti undir kutanum!!
Fór til doksa í gær. Blettræfill er búinn að gera sig heimakominn á hægri handlegg í nokkra mánuði. Þar sem hann vildi ekki í burtu þrátt fyrir meðferð með sterakremi, fór ég stundvíslega aftur á fund húð læknisins þar sem hún vildi taka sýni úr kvikindinu. Hún gerði þó gott betur og skar blettinn algjörlega í burtu. Skarta ég nú þessum líka fína plástri. Blettskrattinn á burt og kemur vonandi aldrei aftur.
Af ferðaundirbúning er það að frétta að núna eru aðeins 218 klst í brottför. Vá hvað tíminn líður. Þó ég hlakki mikið til að fara í sólina og fríið, þá hlakka ég eiginlega meira til í að fara í fréttaleysi. Ég er að verða svo döpur að hlusta á fréttirnar dag eftir dag og ekkert nema bölsýni... Fannst þó fréttin um forystusauðinn yndisleg, ekkert neikvætt þar á ferðinni. Elsku fréttamennirnir okkar ættu að temja sér að færa okkur örlítið bjartari sýn. T.d. las ég um daginn að það væru 20% líkur á heimskreppu. Hefði ekki mátt snúa þessu við og segja að það væru 80% líkur á að EKKI yrði heimskreppa. Ég bara spyr?
Athugasemdir
Akkurat sammála Helena, ég er orðin SVO leið á þessum hálftómu glösum öllum saman.
María Richter, 17.9.2008 kl. 16:54
Hjartanlega sammála með fréttirnar. Ekki sammála að 'forystusauðurinn' ykkar hafi bætt neitt þar úr. Alltaf jafn úrillur og við það að springa úr bræði. Kallar nú ALLA sem ekki eru honum sammála (þ.a.m. já-liðið úr sjálfs-töku-samtökum ykkar) ónöfnum - Alltaf sami götustrákurinn. Mér fannst Kompass þátturinn með krimma-skrílnum beint framhald. Og svo hann BB - OMG.. NO MO plís. Þið getið ekki gert þjóðinni þetta mikið lengur.
Góða ferð í frétta frí KLU
Klux (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.