26.9.2008 | 10:13
Sól sól skín á mig...... á morgun
Jú hú hú hú, dagurinn sem ég er búin að bíða eftir er kominn. Við gömlu erum að fljúga af stað í dag. Eftir sitja stubban mín og voffan, sem eiga að gæta búsins. Get alveg lofað að ég sakna þess ekki að fara úr helv....... suddanum , reyni að vera jákvæð og eins og fíflið hún Pollýanna hefði kannski sagt, þá getum við verið glöð að við verðum varla vatnslaus í náinni framtíð, en come on, það má nú eitthvað á milli vera.
Taskan bíður prúð og smávaxin allt orðið reddý, ætla bara að skella mér heim í hádeginu, skipta um föt og skvera okkur út á völl. Svo eigum við pantaðan golftíma kl. 9:16 í fyrramálið. Við verðum örugglega ekki að spila golf í sama suddanum og vinir okkar sem ætla að taka þátt í bændaglímunni (golfmót) á Oddi, brrrrrrrr mér verður bara kalt að hugsa til þeirra. Nei ég ætla að spila eins og engill og hugsa fallega til þeirra og senda þeim hlýja strauma á morgun muhahahahaha
Athugasemdir
Góða ferð, stelpa!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.9.2008 kl. 03:08
Það rignir sko ekkert þetta augnablikið. Ég sagði ekki að það hefði verið þurrt í allan dag en núna er sem sagt ekki rigning og ekkert mikið rot, ég held bara ekki neitt.
Annars allt gott að frétta að heiman, hafið það gott.
Dísa
Þórdís Richter (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 17:44
Það er ekkert búið að vera stanslaus rigning. Ég náði að koma niður haustlaukunum án þess að setja þá í pollagallann. Þurfti að vísu að hafa hraðar hendur en það tókst!!!! Það hefur þornað á glugga og svo lyngdi aðeins eitt kvöldið . Njótið lífsins. Milla systir
Milla systir (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.