28.9.2008 | 21:18
Golffélagi dauðans
Úff, tókum fyrsta hringinn í gær. Hann Andy var golffélaginn okkar. Og ég get sagt ykkur að á 3ju holu langaði mig að kirkja helvítið ....... Hann var svo FLINKUR, að hann þurfti alltaf að vera að segja mér til..... Á elleftu fannst mér ég ná mér vel niður á fíflinu. Fékk leiðbeiningu dagsins og svaraði mannkertinu á góðri íslensku "farðu í rassgat" svo brosti ég mínu blíðasta. Vinir okkar á vellinum voru miður sín yfir að senda hann með okkur. Allt gekk miklu betra í dag, enda fékk ég svo "fínar" leiðbeiningar í gær....
Annars höfum við það eins og svín í sagi, Florida tók á móti okkur með blíðu eins og vanalega. Við erum búin að fara í Costco og kaupa til heimilisins, allt það sem okkur vantar og miklu meira en það. Vinir okkar á vellinum knúsuðu okkur og meira að segja passport control maðurinn, bauð okkur velkomin heim. Er bara búin að kaupa mér eitt slúðurblað þannig að ég er rétt að komast inní málin, læt ykkur fylgjast með stjörnunum eftir því sem mér áskotnast vitneskja. Þó í blaðinu mínu er verið að spegulera í því hvort Angelina og Brad séu skilin. Ég veit ekki, hvað haldið þið? Læt ykkur vita um framvindu mála.
Er að drösla mér í sturtu, svo er það ákvörðun dagsins, eigum við að grilla dýrindis nautasteik eða vera löt og fara út að borða? veit ekki ennþá...
Athugasemdir
Þessar fréttir um Angelinu og Brad voru í slúðrinu sem ég las í Ameríku í byrjun mánaðar, svo fékk ég nýtt blað og sem betur fer voru þessar fréttir bornar til baka. Er blaðið þitt splunkunýtt og komnar nýjar fréttir um að þau séu að skilja. Ó mæ god, hvað verður um öll börnin, sum er kannske hægt að framleigja, en litlu tvíburarnir!!! Ég vona að þetta sé ekki vegna þess að Brad og gamla kærastan Jennifer (gálan sú) voru samtímis í Toronto um daginn, maður veit aldrei með þessar einhleypu konur eins og hana Jennifer, á eftir öllum karlmönnum og hugsar ekkert um konuna og börnin sem bíða heima. Elsku leyfðu mér að fylgjast með. Kveðjur Milla
Milla systir (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 21:54
Það er engin rigning hjá okkur, en reyndar ekki mikil sól í augnablikinu klukkan er lika hálfellefu og komið myrkur. Það er búið að vera þetta fína haustveður í dag aðeins rignt við og við. Allir í góðum gír hér heima, gamla konan rennandi sveitt undir sænginni og dettur ekki hug að taka hana til hliðar. Svona er gangurinn á B79.
Dísa
Þórdís Richter (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:31
Gott að frétta af ykkur. - Sjálfur er ég feginn að vera laus úr öllu ástandinu þarna á glæpa-klaka. Nú rífast þeir um hvort þetta sé kreppa eða hrun. Hér er komið haust en undanfarna daga 18°C á daginn en 5°C á nóttunni - Hángi hér yfir eingu... Hafið þan nú gott´í Flórida
Klux
Klux (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.