Við bíðum...

Eftir manninum, sem ætlar að koma að athuga hvort termítar séu nokkuð á leiðinni að borða húsið okkar.  Vona að þær skaðræðis skepnur séu ekki hérna svangar.  Maðurinn kom líka í fyrra, þegar gamli lá úti á bletti, nei hann var ekki í sólbaði, heldur þegar hann ætlaði aðeins að hugga hérna í kring hjá okkur, fékk hann ekki líka þetta fína þursabit og lá eins og slitti þegar termítamaðurinn kom.  Nú erum við spennt að sjá hvort sami stóri svarti maðurinn komi.

Get nú ekki orða bundist yfir Glitni og öllu því sukkinu.  Sko fyrir hvað fékk bankastjórinn greiddar 300 millur þegar hann byrjaði í jobbinu?  Hann virðist hafa haft fullt af "termítum" í vinnu amk er búið að borða upp allan aurinn að því er virðist.  Og svo heldur hann vinnunni.  En er hann ekki kominn í vinnu hjá mér og okkur öllum hinum.  Ég vil reka drenginn og hann ætti auðvitað að skila milljónunum 300 eins og skot og ekki gleyma að rífa starfslokasamninginn, hann fær ekki krónu að skilnaði.  Ef ég fengi einhverju ráðið þá stæði greyið útí á stétt með skófar á rassinum, afsakið orðbragðið. DevilAngry

Well nenni ekki að tuða lengur yfir verðbréfaguttunum.  Þegar termítamaðurinn er farinn þá er ég farin í golf, ætlum svo að kíkja í WalMart eða Lowes, þurfum að kaupa nokkra smáhluti til heimilisins.  Nú hver veit,  kannski kemst ég ekki heim.... hver veit...

Andrés flugfrændi og familía koma vonandi í mat til okkar annað kvöld.  Það verður nú gaman, gefum þeim nautasteik og skítbillegt rauðvín...  Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá hvað er að gerast fyrir vestan. Ég er með oggó hnút í mallanum um hvað sé í gangi. Sammála með 300 kúlurnar. Nú hefur Jóhannes kannski ekki efni á að koma heim á Saga.

Ragnhildur Anna Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 15:25

2 identicon

Maður finnur sólargeizla í hverju orði - Surtur og þursabit, vonandi verður það betra í ár.  Ég geri betur en margir:  Ég versla við tvo bánka.  Báðir illa reknir. Báðir komnir á rískisjötur.  Glitnir og hér heitir bankinn minn nú Fortis.  Svipað dæmi þar sem stór auðhringur (fortis) gleypti fullt af góðum rótgrónum íhalds-sömum bönkum... og allt í sama ruglinu og hjá Glitni... Gráðugir drullusokkar.  Í burtu með þá alla.  Doddson á gruggugu vatni segja Baugsmenn... again ?   Skál í rauðvín / steik  kveðjur Klúx

Klux (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:39

3 identicon

Jæja... þá er netið LOKSINS komið í lag! Og eftir BARA klukkutíma samtal við einhvern gaur hjá símanum!!!

 Ég er að missa mig af ánægju yfir því að núna "as we speak" er desperate housewives fyrsti þáttur af seríu fimm að dowloadast inn á tölvuna mína og ég mun njóta hverrar mínútu af þeim þætti með snakki og öllu viðeigandi!

Gaman að allt sé svona frábært hjá ykkur, þó að þið séuð nú algjörar druslur að skilja "stubbuna" eftir :)

Have fun in the sun!

Andrea (stubban) (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband