Lofaði ykkur fréttum...

af stjörnunum.  Vitið það virðist vera algjör gúrka hjá þeim, maður fær ekkert að vita um hvort aumingja Brad fær að lúlla hjá Angelinu sinni eða neitt.  Núna eru stjörnurnar helst uppteknar við það í blöðunum að segja öllum hvað þær éta ógeðslega mikið.  Sjúr, ef ég myndi éta eins og þær segjast éta þá get ég lofað ykkur að ég myndi vigta langt á annað hundraðið.  Trúi þeim ekki greyunum. Sorry. 

Við auðvitað höfum það eins og svín í sagi.  Flugfrændi og familian komu í mat til okkar í gærkvöldi.  Gaman að fá þau.  Gáfum þeim skítbillega steik úr Publix sem var skolað niður með fáránlega billegu víni líka úr þeirri eðalbúð.  Litla prinsessan var nú ekki hrifin af matnum sem var á boðstólum en foreldrarnir amk fengu sér bita.  Gaman að fá þau í heimsókn.  Ætlum til þeirra á föstudaginn.  Gaman að sjá hvernig þau búa hérna í útlandinu.  Var að koma úr smá túr í WalMart.  Alltaf ljómandi að koma þangað.  Fékk þó ekki þær nauðsynjar sem ég fór eftir, ætli ég verði ekki að skella mér í Target,, bömmer  Wink

Hér er sól og blíða.  Sendum samúðarkveðjur í næturfrostið heima muhahahahahaha.  Manni verður næstum því kalft bara af tilhugsuninni.  Og við verðum komin heim í þetta allt saman eftir bara viku.  Vona bara að klakinn verði ekki farinn á hausinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband