2.10.2008 | 20:25
Golfið gekk vel í dag.
Vorum bara hérna á heimavellinum okkar í morgun og vitiði hvað okkur gekk báðum bara ágætlega. Gamli reyndar átti algjörlega glimrandi hring en ég ræfillinn hefði getað betur, vonandi gerist það á morgun. Á morgun ætlum við 2 hringi, byrjum hérna heima í fyrramálið og ætlum svo á Hunters Creek í eftirmiðdaginn. Svo ætlum við annað kvöld að kíkja á flugfrænda og litlu familiuna. Það verður gaman.
Gengishrun krónunnar hefur mikil áhrif á okkur hérna, ég er bara hálfdrættingur í aðdráttum ýmissa nauðsynja miðað við venjulega ferð. Þetta er algjörlega galið.
En við höfum það algjörlega frábært eins og vanalega og erum strax farin að hlakka til að koma aftur um jólin. Það verður skrítið að vera ekki heima í kuldanum en mig grunar að okkur þyki það algjörlega ljómandi.
Athugasemdir
Sælar og takk kærlega fyrir góðan mat-og billegan að mér skilst!!!
Langaði bara að láta þig vita að ég var að elda yndælan kjúllarétt og opnaði frystinn og setti í glasið mitt tonn af klökum og já; white zinfandel, strawberry..!! held reyndar að ég hafi ekki keypt rétta tegund EN þetta rennur ljúft!!!
Hlökkum til að fá ykkur til okkar í skitbillegu íbúðina okkar með skítbillegum húsgögnum (þeim fáu sem eru)
Kv. Ólína og co;)
frú flugfrændi;) (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 22:28
Já frú flugfrænka, bleika stöffið rennur ljúflega niður. Svo má líka kaupa "græna stöffið" og alla liti af stöffinu. Hlakka til að koma til ykkar á morgun, bara að við rötum. Hann Georg okkar hefur ekki græna glóru hvar þið eigið heima. Plís sendið leiðbeiningar plís plís plís
María Richter, 2.10.2008 kl. 22:38
Hvernig líst þér á þetta
Driving directions to Rapallo Apartments
Svo þegar þú ert við hliðið hringir þú í mig 407 451 6294 og ég kem út og opna
Flugfrændinn (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 00:04
Framlengið dv
Frábært hvað ykkur líður vel þarna. Framlengið fram að jólafríi - D. Múgabe Oddson er orðinn einræðisherra á skerinu (again) og restin er meðvirk 100% - Svo trallar allt liðið og kýs sjál-töku-liðið (again) - og allt er á hraðri leið til helvítis (eins og lofað var). ufff pæld'í'ðessu liði mar. I've changed my style from silver to copper: keypti mér rauðvín í pappakassa €3 per liter. Það er komin kreppa (eins og lofað var)
Klux
Klux (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.