Bloggeddi blogg

Datt ekki skemmtilegri fyrirsögn í hug. 

Fórum til Flugfrænda og familiu í gærkvöldi.  Flugfrændi skellti sér í eldhúsið og galdraði fram dýrindis pastarétt.  Nammi nammi namm.  Ekki kannski beint heilsurétt, innihélt tonn af rjóma og eggjum en gvöð hvað þetta var gott.  Rennt niður með úrvals hvítvíni.  Þau eru búin að koma sér ljómandi ver fyrir í aldeilis ljómandi fínni íbúð.  Sauðurinn ég, gleymdi auðvitað myndavélinni annars væru myndir hér.  Prinsessan þeirra lét sér fátt um finnast og svaf af sér heimsóknina.  Takk fyrir okkur.

Obbosí golfið, eigum við að ræða um það?  Gekk nú svona pínu upp og ofan í dag, en í heildina bara þokkalega takk fyrir.  Hann Bill gamli hérna á vellinum okkar ætlar að spila með okkur á morgun og þá er nú eins gott að standa sig  Smile.  Hann er nú svo yndæll eins og þeir allir.  Ég hef alltaf á tilfinningunni að við séum algjörlega í uppáhaldi hérna, ekki slæmt.

Ætlum að skella okkur í Mall at Millenia á eftir, gleraugun mín fínu eru tilbúin.  Ætlum svo að raða í okkur gómsætum mat í Smith & Wollenski, hlakka mikið til.  Síðan er á dagskránni að hlusta á Blues í Downtown Disney, en bara ef þrek  leyfir, það r nebbbbbnlilega ekki fyrr en kl. 22:30 og þá gæti nú verið að við gömlu værum orðin pínu sibbinn.

Sólarkveðjur frá okkur í paradís, vona að veturinn verði minni þegar við komum heim.

Plís skrifið athugasemdir, Æ lov it !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er gaman hjá ykkur í paradís og skemmtu þér vel.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.10.2008 kl. 19:00

2 identicon

Það fera að verða sauma-klúbb-fært í Flórída bráðum. - Haustið búið að stimpla inn í €landi - Haltu áfram að blogga.

klux

Klux (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 20:25

3 Smámynd: María Richter

Saumó í Florida er með betri hugmyndum sem ég hef heyrt lengi.  Það er bara að negla niður dagsetningar og ég er sko til og miklu meira en það.  Og ég held sko örugglega áfram að blogga.  Ekki vonast eftir nokkru öðru!!!

María Richter, 4.10.2008 kl. 20:39

4 identicon

Saumó í Florida, vitið þið ekki hvað dollarinn kostar margar ónýtar íslenskar krónur.  Nú sem stendur er verið að véla um framtíð Íslendinga í öllum fundarsölum i borginni.  E.t.v. fáum við að vita hvað verður gert en kanske förum við bara í eitt langt bað eins og var gert forðum við ákveðna þjóð.  Ekki bjartsýn núna, en það er sko ekki hægt að vera það.  Ef maður leyfir sér aðeins að brosa út í annað þá er maður rækilega minntur á það í næsta fréttatíma að það sem framundan er hefur enginn á Íslandi lifað, og hana nú.

Hafið það gott í Florida.  Fór á B79 í dag og ástandið var bara gott.

Kveðjur að heiman

Dísa

Þórdís Richter (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband