Ég skammast mín næstum því

Hérna sit ég í dásemdum og dekri á meðan íslenska þjóðfélagið er komið algjörlega á hliðina.  En samt þurfti múgur og margmenni að kaupa sér nýtt dót þegar ný verslunarmiðstöð var opnuð.  Þegar ég las það þá skammaðist ég mín ekki eins mikið.

Annars er eins og vanalega allt gjörsamlega frábært hjá okkur.  Ég er komin með aðstoðarmann í slúðurlestri, gamli les og les og vitið ég held að hann hafi bara nokk gaman af.  Það virðist vera algjör gúrka hjá stjörnunum.  Við ætlum að sitja úti við í dag í hlýjunni, nú fer hver að verða síðastur nú nema Icelandair verði farið á kollinn á miðvikudaginn, þá komumst við auðvitað ekki baun heim.  Hef samt trú á að við klórum okkur fram úr þessu. 

Sendi ykkur öllum sól í sálina, ekki veitir af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þigg þessa sól María...takk takk.

Solla (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband