6.10.2008 | 22:40
Rigning i Paradís
Það byrjaði að rigna í dag. Mér finnst það bara pínu svindl. Ekkert búið að rigna og svo rignir svona rétt áður en við dröslumst heim í kreppuna. Vona nú bara rétt si sona að það verði ekki rigning á morgun!!! Á nú ekki vn á því nema kannski í eftirmiðdaginn en þá ætlum við hvort sem er að skutlast í Target, þar eru örfáir litlir hlutir sem okkur vantar. Engin stórinnkaup enda ekki ráðlegt, þar sem krónan okkar er á fleygiferð til fjandans..
Baráttukveðjur á klakann
Athugasemdir
Úr því fólk hefur ekki yfir öðru að kvarta en rigningu þá hlustar maður ekki á það. Meðan þú hefur baðað þig þarna í sólinni hefur rignt og snjóað hér, allir bankar landsins farnir á hausinn, við eigum enga vini í útlöndum, gæti reyndar verið að seðlabankastjórinn í Nígeríu sé tilbúinn að lána okkur, danir hlæja að okkur og segja bara ykkur var nær, eins gott að sýna sig ekki í Bretlandi engir vinir þar, norðmenn búnir að neita að taka við okkur, viljum við koma aftur HEIM Noregs. Okkar eina von eru rússarnir og það er ekki öruggt. SussSuss, vertu ekkert að koma heim, fáðu þér bara vinnu í Target. Ef þú ákveður samt að koma heim, góða ferð og hafðu það gott
Milla systir
Milla systir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.