Mannlegri viðbrögð

Mér finnast viðbrögð Belganna töluvert mannlegri en viðbrögð þeirra félaga Brown og Darling.  Þeir ættu kannski að leita sér aðstoðar í mannlegum samskiptum.  Ef þeir hefðu ekki farið hamförum, er ég sannfærð um að Kaupþing væri enn í rekstri og við ekki í allri þessari óvissu.
mbl.is Belgar vilja tryggja rekstur Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, þetta eru sannarlega hófstilltari viðbröðg, þó ég sé ekki of hrifin að aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Á blogginu mínu geturðu lesið færslu þar sem ég reyni að tína til ástæður þess að Brown og Bretar brugðust við á þennan hátt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 16:26

2 identicon

Eins og orðið ber með sér: Þeir voru að bregðast-við yfirlýsingum D.Oddsonar sem sagði "að erlendar ábyrgðir bankanna kæmu islendingum ekki við" - Sumir reyna nú að endurskrifa söguna og halda því fram að hann hafi ekki sagt þetta.  Sorry - þetta voru hans orð.  Hverju dýralæknirinn  bætti svo við fáum við aldrei að vita, enda búa islendingar í lögregluríki.  ÞESSVEGNA brugðust bretar svona við. Bresk yfirvöld huga að hagsmunum UK almennings. Það gera islenzk yfirvöld hinsvegar EKKI.  Þeir huga að sínum vinum.   Því miður. 

Klux (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 19:26

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég skal segja þér hverju dýralæknir bætti við.

Hann sagði við Darling: "Taktu ekkert mark á því sem Davíð seðlabankastóri sagði sjónvarpsþættinum, hann er kexruglaður!"

Traustvekjandi, ekki satt?

Eru búinn að lesa pistilinn minn? 

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 00:36

4 identicon

Mjög góður pistill Greta,

STÓRASTI munurinn á isl og UK ráðamönnum er þessir isl eru umboðsmenn lítilla klíkuhópa sem hafa það að markmiði að sölsa undir sig eignir isl. þjóðarinnar. Þeir eru ekki alvöru stjórnmálamenn. Hinir eru alþjóðlegtir pólitiskir risar.  Kannske er nú isl. þjóðin að fá í bakið allar yfirlýsingarnar gegn öllum varnaðarorðum mikilmetandi og alvöru hagfræðinga. Dramb er falllll.... muniði ?

Klux (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 08:52

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Yes.

Takk fyrir hrósið og að kíkja á pistilinn minn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 08:56

6 identicon

Er samt hugsi eftir viðtalið við togarasjómanninn í Hull? Erum við ekki pínu sjálfhverf?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:29

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ester, ég leyfi mér nú að álíta að Bretar komist ekki með hælana þar sem Bandaríkjamenn eru með tærnar í þeim efnum. Þó svo þeir séu reiðir við okkur núna, þökk sé Brown, og þó svo við heyrum ljótar sögur af auknu ofbeli í skólum og stórborgarhverfum þar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 09:30

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Einmitt Hallgerður, ég hefði átt að segja "þó svo SUMIR ÞEIRRA séu reiðir við okkur núna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 09:31

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

UKUSA... er einhver munur á kúk og skít?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2008 kl. 09:45

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ha, ha,...voruð þið búin að taka eftir að ég snéri þessu við...ætlaði öðvitað að hafa þetta öfugt um hælana og tærnar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 09:54

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Og svo skrifa ég "öðvitað", hvað er að mér?

Ég held að ég ætti að fara að gefa blogginu smáfrí.

Hékk hér í allan gærdag, ætlaði ekki að vera hér mikið í dag, en byrjaði svo á því að kveikja á tölvunni og kíkja í morgun.

Mann langar bara mikið að vita hvað er að gerast núna og hvað fólk er að hugsa um þetta allt saman.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband