Komin til Ameríku jú hú

MMMMM  hérna er hlýtt....  Hérna erum við í góðum gír.  Getiði bara hvað við gerðum í morgun,  jú við fórum í golf,  big surprise.  Frúnni gekk nú svona bara ljómandi takk fyrir, veðrið er náttla bara eins og í paradís.  Húsið í súper standi eins og vanalega.

Eitthvað voru landamæraverðirnir fúlir út í okkur, ekki svo sem í fyrsta skipti, þeir vilja endilega að við flytjum hingað og það strax, ég lái þeim það svo sem ekki, hver vill ekki hafa okkur búandi hjá sér ?  En hingað erum við komin og sjáum fram á yndislega FRÉTTA lausa tíma.  Ef einhver hefur hugsað sér að senda okkur tölvupóst með einhverjum samsæriskenningum eða yfirleitt einhverju um  eitthvað ástand, þá plís látið það eiga sig.  Við ætlum að eiga góða tíma hérna og ekki vera á kafi í einhverjum leiðindum. 

Mikið væri nú gaman að fá athugasemdir en án kreppu takk fyrir.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku systir, hvað það verður leiðinlegt fyrir þig að heyra engar kr...fréttir að heiman.  Hér hefur svo sem lítið breyst, það snjóar og snjóar, nýjar spillin.....fr...ir á hverjum degi, nýjar fréttir af atv...........eysi.  Það hefur sem sagt ekkert breyst meðan þú ert í Ameríku.  Ég bara vona að immigrasjónoffisörinn hafi ekki verið að bögga þig út af landbúnaðarafurðinni sem þú fluttir yfir hafið fyrir mig.   Ég vona að þegar gamli prílar upp í stigann með seríurnar, að þú verðir  til staðar og myndir herlegheitin.  Hafið það sem allra best, kveður úr jólasnjónum á Íslandi.

Milla systir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 20:59

2 identicon

Hér kingir niður jólasnjónum - einsog í jólakorti.  -  Ekkert að ske hérna bara meira og meira af því sama -  Inda-Rósa og Anna komu í gær - jól á Islandi. - Þið skulið bara vona að þeir í immigration banni ykkur að fara úr landi - þegar að því kemur, því hér gerist ekkert.  Bestu kveðjur af klaka Klux

Klux (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband