19.12.2008 | 01:55
Jóla jóla jólaskraut
Vona að mér takist að blogga í þetta skiptið. Tölvan mín er búin að frjósa eins og á góðum vetrardegi heima á Íslandi.
Semsagt við gömlu lögðum af stað í jólaskrautsleiðangur í dag. leiðin lá í Lowes, þar sem við höfðum frétt af jólaskrautsútsölu, allt skraut á 50% afslætti. Við þangað. Þar var nú ekki mikið að fá. Við höfðum hugsað okkur að fá okkur tréræfil sem vinkona mín hún Túrilla hefði kallað á góðum deig "hríslu", en viti menn núna stendur í stofunni okkar tré sem er aðeins 2.10 metrar á hæð. Og vitið hvað það kostaði. Það kostaði heila $48 með seríu og alles. Well skutluðumst í WalMart og þar var sko skrautið á sínum stað. Við gömlu fíluðum okkur þar svona líka ljómandi og keyptum skraut í nokkru magni. Kannski 100 kúlur á tréð og svo ýmislegt annað smálegt sem er ómissandi í skrauti. Allt þetta kostaði bara slikk. Gamli skutlaði sér út og takið eftir, ekki í kuldagalla heldur í stuttbuxum og hann var ekki krókloppin þegar inn var komið. Töluvert öðruvísi en við eigum að venjast.
Við lögðum af stað í smá göngu og tókum nokkrar myndir af húsum nágranna okkar og ætla ég að reyna að troða þeim hérna með.´ Þetta er mynd af innganginum okkar. Krúttlegt ekki satt?
Þessi fer aðeins lengra en við ekki satt? Þarna meira að segja kóma jólalög úr skreytingunni.
Well well er að fara að horfa á jólamynd í sjónvarpinu. Á morgun kemur stubban okkar. Við ætlum að golfa í Sanford á morgun svo við verðum ekki heima allan morgundaginn. Það verður vonandi skemmtilegur hringur og flottur golfvöllur.
Verið góð hvert við annað.... Jólakveðja úr sólarparadísinni :)
Athugasemdir
Jól í sól, jól í snjó, jólasól, jólasnjór. Jólin eru alltaf fín. Allt á kafi í snjó -kveðjur til ykkar sólargeislanna.
Milla systir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 10:07
Hafið það sem allra best í Ameríku. Ég get samt ekki ímyndað mér hvernig er að setja upp jólaljós í stuttbuxum en ekki í kuldagalla með vettlinga og allt það og ná ekki nokkru taki á dótinu. Hér heima er allt frábært, allt á kafi í snjó, sem er bara yndislegt svona rétt um jólin. Bestu kveðjur.
Dísa
Þórdís Richter (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 10:23
Flottar myndir - svona 'sæmilegt' skraut... þá miða eg við það besta.. og miða við öflugustu götu borgarinnar í skreytíngamálum. Hef ekki tekið eftir jólasveinum í stigum og uppá þaki, er viss um að Dengsi hafi vinninginn í ár. Hann hefur verið að sækja í sig veðrið síðasta ára-tuginn. Hann er með eingla-regn. yes það er komin motion í keppnina. - Sama blíðan hér.. jólasnjór. / Njótið USA og blíðunnar
Kbro
Klux (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.