23.12.2008 | 22:50
Jólin eru á morgun.
Þá er öll fjölskyldan samankomin í Florida, reyndar er kærasti stubbunar undanskilinn og er hans saknað. Þetta verða undarleg jól svo ekki sé meira sagt. Hér er bongo blíða og ekki baun jólalegt. Við vorum að koma úr mollinu þar sem var alveg brjálað að gera. Ég held að ég hljóti að vera að eldast, því mér fannst örtröðin næstum yfirþyrmandi, en gamla fannst þetta bara allt eins og venjulega. Ég vona að ég nái mér að þessu moll drama og það fljótt. Við erum búin að kaupa í jólamatinn, hann verður sumpart framandi en einnig ákaflega hefðbundinn, sjáum bara til hvernig til tekst.
Svo bíður Trivialið þess að vera tekið fram að venju á jóladagsmorgun, en sú breyting verður á í ár að núna ætlum við að spila við sundlaugarbakkann. Það verður nú skrítið. Ég stefni að því að vinna, það verður nú bara skemmtilegt.
Við gömlu fórum í golf í morgun og ég held bara að mér fari aftur við hvern hring sem ég spila núna. En við ætlum í fyrramálið líka og þá kemur brottflutti kærastinn með okkur. Og þá er eins gott að standa sig og það stendur aldeilis til.
Gleðileg jól til ykkar allra heima á Íslandi og hvar sem þið eruð stödd í veröldinni.
Athugasemdir
Erfitt hýtur að vera fyrir þá sem kunna ekki að reikna að skrifa komment hér!
Býst allavega ekki við mikilli samkeppni frá mér á morgun þar sem ég er öllu jöfnu kallaður slæs-ari. Ætli ég verði ekki meira að vesenast í skrölturunum úti í skógi :)
Ari (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 23:05
Elsku María, Nonni, Andrea, Ester og Ari. Gleðileg jól og hafið það eins gott og hægt er í sól og blíðu um jólin, ekki frosti og kuldi. Annars er ekki kuldi hér, heldur rigning og rok og 5 - 10 stiga hiti. Ég er að rembast við jólaundirbúning, en það er dál. snúið hjá mér núna. En hjartanlega gleðileg jól elskurnar mínar. Ég geri ráð fyrir að þið saknið kuldans hér heima, en þið fáið hann örugglega þegar þið komið heim.
Þórdís Richter (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.