24.12.2008 | 22:18
Gleðileg jól
Þetta er allt í meira lagi skrítið. Núna er klukkan hjá okkur 17:15 og ennþá er sólin að skína og við gætum hæglega borðað við sundlaugarbarminn. Við erum núna að hafa okkur til fyrir jólahátíðina, sem er fyrir löngu byrjuð heima á Íslandinu. En við erum að gera okkur sæt og fín til að eiga saman jólamáltíðina. Hún er mjög klassísk við, með smá amerískum breytingum, þar sem hráefni sem við erum vön að nota fást ekki hérna megin hafsins. En við erum kát og aðalatriðið er að vera saman, þykja vænt hvert um annað og umvefja þá sem manni þykir vænst um.
En það eru svo margir heima á Íslandi sem okkur þykir líka svo óendanlega vænt um. Hugurinn leitar óhjákvæmilega til þeirra. Best þætti okkur að hafa alla stórfjölskylduna hérna og ekkert minna, en það er nú bara frekja í okkur.
Er að fara að skvera mér í sparikjólinn.
Sendi okkar bestu jólakveðjur til allra sem við þekkjum og allra þeirra sem lesa þennan pistil. Megi jólahátíðin verða okkur öllum gleðileg og góð.
Kveðja frá fjölskyldunni í Florida
Athugasemdir
Hver ætti svo sem að öfunda ykkur, engar fréttir um genigisvísitöluna, kosningar eða verðtryggingu ? Ég er samviskusamlega búin að taka saman fréttaannál síðustu daga svo það sé ekkert sem þú farir á mis við, sem ég hef nokkrar áhyggjur af. Verst með veðrið hjá ykkur allur þessi hiti og sól ! Úff má ég þá heldur biðja um frostið, rokið, skafreninginn og kuldann. Þið farið örugglega ekki að gera aftur þessi MISTÖK að fara af landi brott um jólin. Ég er búin að tala við Flugleiði og það er möguleiki að þið getið komið fyrr heim og ég myndi þá fórna áramótunum hérna heima og vera þarna í ands... hitabeltinu í staðinn !
ragnhildur Anna Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 12:35
Erum hjá ykkur í anda.
Allt gott að frétta af jólahaldi hérna - allir jéta yfir sig einsog vanalega.
Fallegt veður í dag, en svo fer'nn í suðrið og þá hlýnar líka.
GLEÐILEG JOL
klux (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 21:10
Gleðileg jól til ykkar allra í sólinni. Hér eru liðin góð jól, skrýtin að vísu, ekki allir mínir á sínum stað, en svona er lífið. Við erum hingað og þangað en getum samt fylgst svo vel með hvert öðru. Kærar kveðjur frá Bakkahjónunum
Milla systir (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.