27.12.2008 | 00:00
2. í jólum að verða búinn.
Nú er annar dagur jóla að kvöldi kominn hérna í Floridanu. Við erum loksins búin með jólamatinn. Við virðumst eitthvað hafa ofmetið át fjölskyldunnar, því við keyptum 5 kg svínslærisstykki og ég var meira að segja að leita að stærra stykki í búðinni. Hvílíkt rugl. Mundu svo eftir því að venjulega þá kaupi ég ca 3 kg. Ekki hef ég græna glóru af hverju ég hélt að við myndum sporðrenna 2 kílóum meira í þetta skiptið. En þetta er búið og gamli er núna að grilla ljúffengar kjúklingabringur. Og við ætlum að borða við sundlaugarbakkann. Ekki slæmt.
Við höfum verið dugleg að golfa. Fórum reyndar ekkert í gær en tókum í staðinn daginn í dag snemma og okkur gekk öllum svona ljómandi vel. Ég meira að segja náði takmarkinu sem ég var búin að setja mér. Ég fór á 98 höggum sem er ekkert smá gott fyrir ræfilinn mig. Ég ætla samt að reyna enn betur á morgun.
Á meðan við þ.e. ég, gamli og tengdapilturinn fórum í golf, fóru systurnar á útsölu í Kohl's. Þar var nú ýmislegt góss sótt og allt á þvílíkum prísum að við höfum ekki séð annað eins. Ætli ég skutli mér ekki eftir helgi á útsölu og geri reyfarakaup. Hvur veit.
Úbs, nú kallar gamli í mat. Verið góð við hvert annað.
Bestu kveðjur frá USA inu... :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.