22.1.2009 | 10:58
Er þetta ekki merkilegt!
Framsókn með 17% fylgi!!!
Var ekki Framsókn í stjórn í 12 ár? Framsókn með alla einkavinavæðinguna. Hver var viðskiptaráðherra þegar allt regluverkið í kringum bankana var samþykkt?
Er nú allt í einu Framsókn orðin bjargvætturinn?
Mikið er fólk fljótt að gleyma. Framsókn er flokkurinn sem síst af öllum ætti að stjórna hérna á landinu okkar.
Þetta finnst mér að minnsta kosti
Framsókn með 17% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Framsókn hefur þó tekið til og enginn þeirra sem voru ráðherrar í þeirri tíð, né áhrifamenn eru lengur í forystu.
Kíkjum á valkostina:
D - Allir ennþá í sömu stólum
S - Hafa sýnt að þau þrá meira að sitja í stólunum heldur en að svara kalli fólksins auk þess sem þau hafa ekkert gert af viti í kjölfar hrunsins og sátu hjá á meðan allt hrundi
F - Fæst orð bera minnsta ábyrgð
VG - Steingrímur Joð sýndi í Kastljósi í gær hvað hann ætlar að gera.. hætta við IMF aðstoðina og svo bara gera.....eitthvað, veit ekki alveg hvað.
Það þarf ekki eldflaugasérfræðing til að skilja hvers vegna svona margir hafa snúið til baka að Framsókn.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 22.1.2009 kl. 11:10
Nákvæmlega Snæþór. Hverjir eru valkostirnir núna?
En hverjir eru í forystusveit Framsóknar og hvaðan eru þeir komnir? Ég sá ekki betur en Guðmundur Steingrímsson (Hermannssonar) væri í sjónvarpinu í gær. Hverra manna er formaðurinn? o s frv.
Vitlausasta í þeirri stöðu sem við erum í núna eru kosningar. Allir á suðupunkti og ég þori að veðja að þeir sem myndu bjóða sig fram væru nú ekki fólk sem er hæft til að stjórna og þeir fengju glimrandi kosningu..
María Richter, 22.1.2009 kl. 11:14
Sammála þér María, þeir eru sísti kosturinn fyrir þjóðina
Sigurbjörg, 22.1.2009 kl. 11:41
Ég veit ekki betur en svo að Steingrímur Hermannsson hafi verið einn af virtustu forsætisráðherrum landsins. Hann til að mynda átti einn af stóru þáttunum í þjóðarsáttinni sem jafnvægisstillti landið í kjölfar erfiðu árana á níunda áratugnum.
Svo velti ég því fyrir mér. Erum við virkilega svo skini skroppin að við hengjum menn fyrir foreldra þeirra? Ég er t.d. alveg viss um María að faðir þinn eða móðir gerðu einhverntíman eitthvað sem var ekki alveg nógu snjallt, eða brutu lög o.s.frv. Þýðir það að þú sért slæm manneskja?
Ótrúlega heimskulegur málflutningur.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 22.1.2009 kl. 12:36
Þú misskilur pínulítið Snæþór. Ekki að þessir menn séu neitt slæmir. Heldur er ég að meina að nýja forystan í Framsókn er ekkert ný af nálinni. Var ekki Guðmundur Steingrímsson í gömlu Framsókn áður en hann skutlaðist í smá stund í Samfylkinguna? Kannski misminnir mig. Það sem ég er að meina að "mín" skoðun er sú að Framsókn sé ekki góður kostur fyrir þjóðina í dag. Þú og allir aðrir mega að sjálfsögðu hafa ykkar skoðun. Ég sagði ekkert í minni athugasemd hvort ég teldi að feður þessara manna hefðu gert eitthvað slæmt þannig að mér finnst óþarfi að blanda látnum föður mínum í umræðuna!!!
María Richter, 22.1.2009 kl. 14:11
Nei, ég veit ekki til þess að Guðmundur hafi verið í Framsókn áður en hann varð Samfylkingarmaður. Hann í það minnsta hefur aldrei tekið þátt í starfi flokksins. Þar að auki er Guðmundur ekki í forystu flokksins.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 22.1.2009 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.