Hvað með Grensásdeildina Ögmundur?

Gott mál Ögmundur að breyta ákvörðun um St.Jósefsspítala, ef það er heilbrigðiskerfinu til hagsbóta. 

Hins vegar hefur ekki heyrst neitt um þær breytingar sem eru yfirvofandi á Grensásdeild Landspítalans.  Þar er verið að sameina tvær deildir í eina með tilheyrandi uppsögnum á starfsfólki.  Ég man ekki betur en ég hafi lesið margoft að ekki komi til uppsagnir í heilbrigðisgeiranum, en þar er sannarlega verið að segja upp starfsfólki og ekki endurnýja tímabundna ráðningarsamninga við aðra.   Er það bara málið að mótmæla, safna undirskriftum og þá er ákvörðunum snúið við?  Mér finnst að það ætti aldeilis að athuga þessa ráðstöfun.  Að loka annarri deild endurhæfingardeildarinnar við Grensás getur vart talist sparnaður.  Hvað verður um fólkið sem er þar núna?  Ég trúi ekki að þar sé fólk inniliggjandi sem er fullkomlega fært um að vera heima.  Ef annarri deildinni verður lokað, hljóta þeir sjúklingar sem á hinni lokuðu deild ættu að vera, vera á öðrum deildum sjúkrahússins, eða sendir heim án þess að vera færir um að sjá um sig sjálfir.

Er þetta það heilbrigðiskerfi sem þú vilt sjá Ögmundur?  Hvað um starfsólkið sem er búið að segja upp?  Hvað um yfirlýsingar þar að lútandi að skipulagsbreytingar á LSH komi ekki til með að bitna á almennum starfsmönnum?  Ég þekki prívat og persónulega starfsmenn þar sem verða atvinnulausir í maí.  Af hverju er ekkert talað um GRENSÁS??????


mbl.is Ákvörðuninni verður snúið við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sennilega eru ekki til nægjanlega miklir peningar til að reka þetta eins og við myndum sjálf vilja. Gaman líka að vita hvar hann ætlar að taka peningana til að reka áfram St.Jó.

Agnar (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: María Richter

Þessi ákvörðum ráðherrans lítur út fyrir að vera vinsældarkosning.  Mikið var gert úr breytingu á rekstri ST Jósefs en ekki hefur heyrst bofs um breytingarnar á Grensás, en þar er raunverulega verið að segja upp venjulegu starfsfólki.

María Richter, 15.2.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband