19.3.2009 | 11:11
Enn eitt árið liðið.
Jú ég á afmæli í dag. Þess vegna eru nokkurs konar áramót í mínum huga. Kíki út um gluggan og sé að sólin er að brjóta sér leið út úr skýjunum. Alveg ljómandi fallegur dagur sem fagnar mér í dag. Ef ég kíki aftur á bak til síðasta afmælisdags hefur mikið gerst. Svo mikið að ég á varla von á að nokkurt ár verði eins viðburðarríkt. En ég ætla ekki að líta til baka.
Ég ætla að líta fram á veginn. Ég hef svo oft reynt að sjá bjart framundan og ætla að halda því áfram, ekki bara þetta næsta ár, heldur öll árin sem ég á eftir. Ef maður gerir ekkert annað en að velta sér upp úr leiðindum og erfiðleikum, þá er ekki von á að nokkuð fallegt eða skemmtilegt gerist. Mikið vildi ég óska að fjölmiðlamenn landsins gæfu mér þá afmælisgjöf að fara að draga upp jákvæðar fréttir. Þeir eru búnir að vera SVO uppteknir af því að sjá bara leiðindi í svo marga mánuði.
Hér eru nokkrir jákvæðir punktar:
- Vorið er að koma
- Ég á yndislega fjölskyldu
- Ég á marga og dásamlega vini
- Mamma mín er að verða 90 ára í haust
- það eru að koma kosningar, svo við fáum nýja ríkisstjórn
- Það styttist í að kreppunni ljúki
Þetta eru bara fáir smáir punktar en ég ætla héðan í frá að reyna að horfa á glasið hálffullt frekar en hálftómt.
Finnst samt bull málin sem ríkisstjórnin er að dunda sér við. Ríkisstjórnin sem var stofnuð eingöngu til að tækla efnahagsmálin. Mér finnst þar af leiðandi ekki brýnast að skipta út stjórn LÍN. Einnig finnst mér ekki akkurat brýnast að banna nektarstaði. Mér finnst brýnna að koma atvinnulífinu í gang aftur.
Þetta finnst mér að minnsta kosti
Eigið öll yndislegan dag, ég veit að minn dagur verður dásamlegur enda er þetta dagurinn minn
Athugasemdir
ég er viss um að dagurinn þinn verður yndislegur ljúfan mín, er alveg sammála þér, það er komin vorlykt í loftið.
hafðu það sem allra best í dag yndisfríð mín,
risaknús
Halla bjalla (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.