16.4.2009 | 13:21
Auðvitað, af hverju datt mér þetta ekki í hug?
Auðvitað á að borga listamönnum ljómandi fín laun....
Hvað er að ykkur þarna við Austurvöll. Þar er aðra stundina verið að boða skattahækkanir og svo hina stundina samþykkja þeir svona bull og rugl og þvælu. Ef listamönnum tekst ekki að lifa af list sinni, þá bara sorry verða þeir að reyna að fá sér vinnu, nú eða þiggja atvinnuleysisbætur, alveg eins og við öll hin.
Eins og staðan er hjá okkur í dag, get ég ómögulega séð að það séu til aurar í tómu buddunni okkar fyrir svona bulli. Hvar er búsáhaldabyltingin núna? heyrist ekki hósti eða stuna frá henni þegar vitleysan svoleiðis vellur út úr alþingishúsinu. Er þetta ekki að verða gott?
Vona að við fáum hæfari ríkisstjórn eftir kosningar.
![]() |
Lög um listamannalaun samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru listamannalaun ekki bara örorkubætur í gjafapakkningu?
Marta Gunnarsdóttir, 16.4.2009 kl. 23:29
Alveg sammála eins og fyrri daginn. Bestu kv. til Miami.
sandkassi (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.