4.5.2009 | 21:33
Golf hvað???
Hvílíkt ömurlegur leikur, arg..... Frúin spilaði eins og flón í morgun en ég ætla sko strax aftur í fyrramálið!!! Hvernig er mögulega hægt að spila eins og engill í gær og eins og algjör byrjandi í dag, það er mér algjörlega hulin ráðgáta.
Aumingja Stubban mín er fárveik á Stykkishólmi, vona bara að henni batni sem allra allra fyrst. Það er nú ekki skemmtilegt að vera komin á nýjan stað og byrja í nýrri sumarvinnu með því að vera veik. En hún er ung og hraust...
Well erum búin að vera önnum kafin við sólbað og sundlaug í dag. Erum að skríða inn vel bökuð og sjóðandi heit. Nú er stærsta vandamál dagsins framundan: Hvað eigum við að borða? Eigum við elda eða eigum við kannski að fara út að borða? úff þetta er SVO flókið líf.
Svo annað kvöld dregur til tíðinda. Flugfrænka litla ætlar að koma í heimsókn til okkar á meðan foreldrarnir ætla að skutla sér á tónleika. Við gömlu höfum ekki passað lítið barn í ca 1000 ár svo þetta verður alveg ný reynsla fyrir okkur.
Athugasemdir
Mæli með því að sleppa þá bleika gumsinu í dag en eiga tilbúinn slatta þegar flugfrænkan er farin annað kvöld. Kannski allt í lagi að fá sér einn svona rétt áður en hún kemur bara til að slaka aðeins!
Ég trúi ekki öðru en það hafi verið eitthvað að golfvellinum í dag, hefur nákvæmlega ekkert með frúna að gera.
Hallóa
Halldóra (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 23:02
Já sá þetta einhverstaðar að hjúkkan okkar er sjálf lögst í flensu. Hvað er til ráða þegar fólkið sem læknar okkur legst sjálft ? - Óskum henni skjóts bata.
Þetta er ekki auðvelt líkf - velja / hafna; somebody has to do it.
Sýnið árverkni og festu og verið okkur hinum hvatning - treysti ykkur til þess. Þetta er aldeilis bílífi.
Hvað er þetta "bleika-stöff" ?
Krissi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.