Flugfrænka er að koma!!!

Það er komið að því.  Litla flugfrænkan er á leiðinni til okkar í pössun.  Ykkur þykir kannski skrítið hvað ég mala mikið um þennan viðburð, en þegar við gömlu fórum að hugsa okkur um, þá höfum við eiginlega ekki passað lítið barn, fyrir utan kannski einn eða tvo eftirmiðdaga, jú ekki passað í nálægt 20 ár....   Hvað gerir maður fyrir 3ja ára stúlkukorn?Flugfrænka á Applebee's

 Jæja jæja jæja.  Flugfrænka litla er hér og búin að vera núna í nálægt 3 tíma.  Hér hefur ekki verið dauf mínúta síðan.  Við skutluðum okkur á Applebee's að borða og héldum að þar væri Mexico party.  Það var nú frekar aumt svo við drifum okkur heim, þar sem flugfrænka reif sig úr öllum fötunum og vildi fara í laugina.  Og auðvitað var það í aldeilis góðu lagi, en þar sem við erum ábyrgir passendur þá sendi ég Jón út í laugina með barninu.  Þar skemmtu þau sér hið besta í dágóða stund.  Síðan var stiginn dans í stofunni, 4 fullorðnir og eitt barn.  Mér sýnist flugfrænka litla skemmta sér bara ágætlega og við gömlu skemmtum okkur stórvel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar myndir á fésinu - Gott að sjá hvað ykkur líður vel þarna.

Hef ekki séð svona mikla jákvæðni á islenzkri túngu í lángan tíma - Hvað eruð þið eiginlega að reykja ? hehehe. Eg man eftir að hafa heyrt um eina áhættu sem fólk tekur við að fá lánað barn ! - En það er nú svo lángt síðan og líka eitthvað bull.

Hérna er alltaf sama eymdin..... djók

Enjoy

KáRi

krissi (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 08:09

2 identicon

Jæja loksins byrjuð að lesa bloggggggggggin.... Þú hefur skilað henni í heilu lagi??

Er drullu-öfundsjúk!! Langar á Applebees og flórída! Og vá!! Kínamatinnnnn! Mhmmmmmm *slefandi á tölvuna*

Andrea (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:35

3 identicon

flugfrænkan talar ekki um annað en gærdaginn.

Hún kom bara mjög hress úr þessari heimsókn.

Hún talar mikið um sundferðina og dansinn í stofunni og að það hafi verið hoppað á einni löpp-það var skemmtilegast.

svo erum við búnar að skoða myndirnar á fésbók og hún búin að lýsa fyrir mér hvað var að gerast á hverri mynd;)

og okkur hlakkar öllum til að hitta ykkur aftur..

hlökkum til að heyra frá ykkur, takk kærlega fyrir allt saman

vonandi gátuð þið vaknað til að fara í golfið í morgun

heyrumst

ÓLS og AKA (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband