8.5.2009 | 20:34
Gærdagurinn var svo ´bissy...
að ég hafði engan tíma til að blogga.
Fyrst var auðvitað vinna númer 1 þ.e. golfhringur. Síðan brunuðum við heim og fengumokkur smá ét. Síðan tók við vinna númer 2 sólbaðslega með tilheyrandi álagi við slúðurlestur. Þegar við vorum nánast uppgefin fórum við í Lowes að kaupa smáveigis til heimilisins, nýja ruslatunnu og gardínur fyrir dyrnar út að laug. Þegar heim var komið tók frúin að sér að skipta út gardínunum. Boj o boj þá höfðu gæjarnir í Lowes ekki stytt þær nóg. Mín út í bíl og brunaði af stað til að fá þetta lagfært. Þetta hefði tekið 20 mín tops nema fyrir það að þarna voru karl og kerling að láta sníða fyrir sig heilan haug af rimlagardínum og kerlingin var sko ekki á því að leyfa mér að fara á milli, hún var sko að drífa sig heim að horfa á Survivor helv.... hrukkudýrið.
Ekki nokkur furða að við höfum far úrvinda úr þreytu í bólið í gærkvöldi
Athugasemdir
Láttu mig þekkja það - Verslana-stúss, jafnvel með gardínur er á við 10 hríngi í golfi - jafnvel fyrir þá sem gánga golf-hrínginn með kúlurnar í vasanum.
Iris farin aftur - Til Póllands (WAW). Hún er að klára tveggja ára törn í MBA. - Kemur svo hingað aftur eftir rúma viku - aftur rokin tveim dögum seinna til NZ
Alltaf sama blíðan hér
Krissi bro
krissi (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 15:35
Æ,æ,æ bölvuð kellingin. Kellingar geta verið svo erfiðar og leiðinlegar, sérstaklega þegar þeim liggur á að komast heim til að horfa á Survivor. Ef helv. hrukkudýrið hefði þurft að komast heim í bleika stöffið og slúðrið, hefði maður skilið hana. Njótið lífsins.
Milla systir (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.