18.5.2009 | 21:51
Margt að segja frá.
Á laugardaginn vorum svo önnum kafin að ég hafði ekki nokkra stund til að blogga. Eftir golfhring eldsnema um morguninn, fórum við að fljúga með flugfrænda. Það var aldeilis ævintýri. Ég hef ekki stigið upp í svona litla rellu síðan með flugbróður mínum fyrir ca 1000 árum síðan. Að sjá hverfið okkar úr lofti var yndislegt og að sjá að fyrir vestan hverfið okkar er ekkert nema skógur alla leið útá strönd. Vá.
Við þurftum að bruna heim því Eurovision var að byrja og klukkan hjá okkur bara 3. Helv... umferðin var þung og við höfðum ekki einu sinni tíma til að koma við í búðinni að kaupa okkur snakk og aðrar vistir. Karlarnir stukku í búðina eftr að Jóhanna Guðrún hafði sungið af stakri prýði. Um kvöldið var svo yndisleg sjávarréttarveisla í boði karlanna. Aldeilis yndislegt.
Well svo kom sunnudagurinn. Þá flugum við eldsnema til New York. Dásamlegur leigubíllinn sem keyrði okkur í bæinn. Bílstjórinn var frá Gineu kolsvartur og ekki sleipur í ensku. Bíllinn mátti nú muna fífil sinn fegri, undarlegir hlykkir í bílskrjóðnum, en hann kom okkur á leðarenda. Við fundum okkur skoðunarferð og klifruðum um borð. Djö var kalt þarna, ég var algjörlega að krókna úr kulda. En New York er engri borg lík. Við skoðuðum Ground Zero vel og vandlega og var ég töluvert slegin af mannvonskunni sem þarna var.
Ekki má gleyma kínastaðnum. Við stukkum úr strætonum í Canal Street og fundum strax litla sleesy kínabúllu, sneisafulla af kínverjum að borða. O mæ god, þetta var hræðilegur staður en maturinn var algjörlega frábær mmmmmm. Ekki Michelin staður en bara gaman að borða svona góðan kínamat.
Well eftir hringinn með strætónum var tími til kominn að skvera sér út á völl. Þetta virkaði ekki alveg eins og í bíó þið vitið, standa á gangstéttarbrúninni og veifa bíl, einhverra hluta vegna keyrðu þeir alir famhjá okkur. Loksins stoppaði þó einn og brunaði af stað. Þetta var nú ekki þolinmóður bílstjóri mæ god. Á ljósum flautaði gæinn akkurat um leið og græna ljósið kom. Svo skaust hann á milli bíla af stakri list. Hérna heima hefði hann verið kallaður brjálaður bílstjóri. En hann kom okkur í heilu lagi út á völl.
Icelandair kom okkur svo heilu og höldnu heim. En vitið hvað nýju sætin þeirra eru algjörlega ómögulega óþægileg.
Athugasemdir
Nýju fötin keisarans.
Það er bannað að tala um Icelandair - nema hrósa þeim í hástert. Þetta er jú besta fluggélag í heimi ... remember eða þannig.. Ég hef setið í nokkrum flugvélum um dagana en ALDREI setið í verri sætum en þessum nýju sætum Icelandair. Hef reyndar ekki prófað það sem skiptir máli: Hvernig er undir rassgatinu á islenzkum aðli uupá Saga Class ? don't know / won't find out. - Eitt er víst: Enginn hefur sest í þessi sæti - einu sinni - eina mínútu- áður en þau voru pöntuð. Einhver monní farið í einhvern vasa þar OMG. - Algjör disaster. - Neee ekki bestir í heimi
krissi (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 22:19
Gott að vita að þið eruð komin heim í heilu lagi;)
Takk kærlega fyrir okkur og stundirnar og pössunina og bara allt
Ætli við sjáumst bara ekki í einhverjum klúbb í sumar;)
Tjá,Tjá..
Ólína og co (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 04:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.