24.5.2009 | 21:24
Flug rapport
Dálítið liðið frá heimkomu og ég allt í einu fattaði að ég var ekki búin að segja ykkur orð frá flugferðinni með flugfrænda. Er af því að ég var svona skelfingu lostin? Er það af því þetta var svo frábært að ég vildi ekki deila með neinum? HM hm hm.....
Well svona var þetta: Við dálítið sein... Umferðin að drepa okkur. Við áttum að vera mætt á flugvöllinn kl. 12 og 10 mín í vorum við ennþá í fúlli umferð, hringi í flugfrænda, allt í lagi segir hann, flugvélin ekki komin úr síðasta túr svo við erum bara róleg og komum á flugvöllinn án vandræða rétt eftur 12. En það er ennþá engin flugvél. Við íslendingarnir og flugfrændi þar á meðal höfum hugann við Eurovision sem er kl. 15 að Floridiskum tíma. En hann þykist hafa meiri áhyggjur af yfirvofandi þrumuveðri. Flugvélin bara kemur ekki og flugfrændi fær aðra vél til umráða. Nú fara leikar að æsast. Eftir útreikninga og eitthvað ýmislegt annað er ferðafélögunum troðið inní pínlitla vélina, ferðafélagfrúin signir sig og heldur út í óvissuna....... Við horfum á eftir þeim og bíðum okkar tíma. Eftir bara smástund kemur frú ferðafélagi, þessi flughrædda, brosandi út að eyrum. Þetta var æðislegt og drattist út í vél.....
Við stökkvum af stað. Eftir smá undirbúning er okkur, mér, gamla og flugfrænda troðið um borð. Ég hef hlutverk. Ég á að loka einu hurðinni á flugvélinni þegar flugfrændi gefur skipun. Ég prufa og gengur bara ágætlega. Við höldum af stað. Flott flugtak hjá stráknum!!.. Eitthvað er hann ekki ánægður með klifrið í vélinni, svo hann skellir okkur niður til að hmhmhm geta skellt okkur hærra. Við fljúgum yfir staði sem við þekkjum svo ljómandi vel á jörðu niðri. Þetta er ævintýri. Ég minnist flugferðarinnar með flugbróður fyrir milljón árum síðan. Stefnan er tekin á hverfið okkar Highlands Reserve. Vá við tökum beygju yfir hverfinu og sjáum fína húsið okkar úr lofti. Eitthvað sem mér þykir nú ekki leiðinlegt. !!!!! En núna er Eurovision og kannski þrumuveðrið að nálgast svo við höldum til baka á flugvöllin í Kissimee. Flugfrændi ekki ánægður með hæðina sem hann kemur inn í aðflugið. Lendingin algjörlega fín en aftur flugfrændi ekki ánægður með hana. Við knúsum flugfrænda og skutlum okkur í Eurovision... Þarf nokkuð að segja meira algjörlega frábær dagur, kærar þakkir flugfrændi. Og ekki slæmt að hafa á ferilskránni að vera sú fyrsta í fjölskyldunni sem flýg með flugfrænda.
Athugasemdir
Ofsalega hljómar flugfrændinn eitthvað óánægður í fluginu :)
Mín var ánægjan og kem alltaf til með að muna eftir fyrstu ferðinni með fjölskyldumeðlim, næst tökum við flug heima, getum kannski skroppið á Blönduós og skoðað uppstoppaðan ísbjörn?????
Flugfrændinn (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 17:25
Ég held að flugfrændi hafi bara viljað hafa allt miklu meira en 100%. Við gömlu skemmtum okkur frábærlega og hlökkum til að fara á Blöndós.
Mér finnst það sérstakur heiður að hafa verið fyrst af öllum í fjölskyldunni að fá að fljúga með stráknum. Vonandi á ég eftir margar skemmtilegar flugferðir seinna, kannski á Íslandi og kannski í útlöndum, hver veit.
María Richter, 27.5.2009 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.