Förum heim á morgun.

Norwich er búin að vera æðisleg.  Fyrir utan veðrið.  Fyrir utan kannski yndislegu gestgjafana okkar, sem eru alveg að éta okkur með yndislegheitum.  Þið einleigu bloggaðánendur mínir vitið kannski að ég er ekkert sérstaklega "people person".  Well nema hvað á hverjum morgni þurfum við að gefa skýrslu, hvað var gert í gær..... o s frv.

Erum búin að hitta Lísu og family og John, Janet og family.  Frábært að eiga fjölskyldu hérna, áttum tvær yndslegar kvöldstundir með sitthvorri fjölskyldunni.  Á morgun ætlum við svo að hitta Lísu í hádeginu áður en við höldum af stað til Manchester..  dálítið langur túr, en ég hef nú ekki verið þekkt fyrir að vera sleip í landafræði.  Hélt að það væri ca jafn langt frá London og Manchester og hingað, en það munar ca 100%.  Við erum þó heppin að vélin okkar fer ekki fyrr en annað kvöld. 

Við eum búin að golfa á 4 golfvöllum hérna í Norwich.  Mjög ólíkir vellir og hver með sínu sniði.  Kannski merkilegasti völlurinn sem við siluðum var Royal Norwich Golf course.  Hann var opnaður 1893 og endurnýjaður 1924.  Spáið í það 1924......

Erum búin að eiga yndislegan tíma hérna í Norwich og hlökkum til að koma hingað eftir 5 ár í síðasta lagi.  Held samt að næst þá fljúgum við til London.

Hvernig væri svo að kommenta???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Golfvöllur opnaður 1893, sjæs...væri ég game í að spila þann völl, er þá spilað með gömlu setti kannski.....aldrei að vita nema að maður hafi spilað þarna í fyrra lífi :)
Hafið það gott og góða ferð heim !

Solla (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 10:58

2 identicon

"not a people person".. það fer þá greinilega eftir því hvaða pípol eiga í hlut :) En já, dulítið þreytandi að þurfa að gefa rapport alltaf ... eins og að vera í munnlegu prófi :)

hahaha.. London og Manchester.. já, pínu langt á milli hahaha.. en ég ætti nú ekki að gera grín, landafræði eru fræði sem ég hef aldrei verið sleip í né skilið tilgang með.. því þetta er jú alltaf að breytast :)

Helena (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband