LANDSBANKINN, sendi mér bréf,,,

og bað mig um að skutlast til sín og láta þá fá afrit af persónuskilríkjum mínum, vegna þess að ég væri í forsvari fyrir fyrirtæki sem væri í viðskiptum við Landsbankann og vegna laga um FJÁRMÖGNUN HRYÐJUVERKA OG PENINGAÞVÆTTI bæri mér skylda til þess.

Ég kannast ekki við að vera í forsvari fyrir fyrirtæki sem hafa nokkur viðskipti við Landsbankann og þess vegna hringdi ég í fyrirtækjasvið bankans og bar mig upp við konuna sem þar svaraði.  Hm hm hm  ég setti aumingja konuna í pínu vanda þegar ég kannaðist ekki við viðskipti mín við Landsbankann.  Hún lét athuga málið og kom til baka með þá niðurstöðu að ég væri í forsvari fyrir fyrirtæki, eins og ég vissi það ekki, en það/þau fyrirtæki væru nú ekki í viðskiptum við Landsbankann.  Akkurat það sem ég vissi mætavel.  Afhverju þarf ég þá að láta Landsbankanum í té afrit af persónuskilríkjum mínum?  Þarna kom ég við pínu viðkvæman punkt hjá konukrílinu,  hún varð pínu önug og eiginlega sagði "af því bara ".  Hún vildi alls ekki segja mér vegna hvaða fyrirtækja bankinn vildi endilega fá persónuskilríkin mín og þegar ég harðneitaði að fara í "næsta" útibúð Landsbankans varð hún bara drullufúl.´

Og það varð ég líka og fann á vef Landsbankans einhvern sem heitir "umboðsmaður viðskiptavina" og sendi honum bréf  sem ég vona að mér takist að láta fylgja hérna með  :)

Ég er kannski bara svona fúl en mér dettur ekki í hug að láta Landsbankann fá nokkrar upplýsingar um mig. 

Er þetta ekki bankinn sem er búinn að koma mér, dætrum mínum og væntanlegum börnum þeirra í ábyrgð fyrir þeirra óábyrgu og, að því mér finnst, glæpsamlegu athæfi?  það stóð í bréfinu "fjármögnun hryðjuverka"  voru ekki sett á Landsbankann hryðjuverkalög? 

Ok ég veit að núna heitir þessi banki NBI hf (Landsbankinn), en það er sama gamla logoið á bréfinu og í mínum huga er þetta bara svona circa sami munurinn og að kalla kúk skít..... 

Bæ ðe vei, þar sem fyrrverandi "eigendur" Landsbankans, þeir virðulegu Björgólfsfeðgar eru búnir að gera "Nýja" Kaupþingi tilboð um að greiða 50% (tops) af skuldum sínum ætla ég að senda mínum banka samsvarandi tilboð.  Reyndar skulda ég engum banka neitt, en ég skulda Íbúðalánasjóði og ríkið á hann og ríkið á Nýja Kaupþing svo það hlýtur að vera sami rassinn undir báðum.

En ég verð að segja að ég hlakka mikið til að fá svarið frá "umboðsmanni viðskiptavina" Landsbankans....... sorry NBI hf (Landsbankinn)


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld mjög dannað bréf en hnitmiðað.

Hafrún Ásta (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 15:54

2 identicon

Skemmtileg þessi kaldhæðni hjá þeim að bera fyrir sig lög um fjármögnun hryðjuverka. Afar hressandi.

Einar Finnur (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 16:11

3 identicon

Hvað eru þeir að meina, fjármögnun hryðjuverka?  Kemur einkennilega fyrir sjónir

Ingibjörg (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 21:48

4 identicon

Það eru engin takmörk fyrir því hvað á að ganga langt í að ná sér niður á almenningi þessa lands. Ótrúlega ósvífið af Landsbankanum, álíka og þegar þeir hringja í mig nokkrum sinnum í viku og bjóða mér sérstaklega hagstæð kjör og háa vexti og ég sagði við dömuna í eitt skipti "hvernig dettur ykkur í hug að hringja í almenning í þessu landi og bjóða þeim einhver extra kjör, er það ekki þetta sem þið gerðuð í Icesafe og er búið að setja okkur endanlega á hausinn?" Ég held að þessir gæjar ættu að láta fara lítið fyrir sér og vera ekki með auglýsingaherferð. Við erum búin að fá upp í kok af þessu öllu.

Þórdís Richter (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband